is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/32541

Titill: 
  • Stjórnskipuleg álitamál sem vaknað hafa við upptöku nýrra EES reglna um eftirlit á fjármálamarkaði
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Þann 23. maí 2017 tóku ný lög gildi hér á landi um evrópskt eftirlitskerfi á fjármálamarkaði. Eftirlitskerfinu er ætlað að vernda hagsmuni almennings og fjármálamarkaðarins, með því að stuðla að stöðugleika og heilbrigði fjármálakerfisins á innri markaði evrópska efnahagssvæðisins, skv. 1. mgr. laganna. Umrædd lög áttu sér talsverðan aðdraganda.
    Eftir fjármálakreppuna, sem byrjaði haustið 2007, varð fjöldi ríkja í Evrópu að grípa til umfangsmikilla aðgerða til stuðnings fjármálakerfa sinna. Í kjölfarið skipaði framkvæmdastjórn Evrópusambandsins starfshóp, skipuðum háttsettum embættismönnum innan Evrópusambandsins. Átti starfshópurinn að leggja fram tillögur til styrkingar eftirlits með fjármálamörkuðum og samstarf milli eftirlitsaðila. Tilgangurinn með vinnu starfshópsins var að skapa skilvirkt og samhæft evópskt eftirlitskerfi með fjármálamörkuðum með það að markmiði að tryggja fjármálastöðugleika. Settar voru á fót þrjár eftirlitsstofnanir, Evrópska bankaeftirlitsstofnunin, Evrópska verðbréfamarkaðseftirlitsstofnunin og Evrópska vátrygginga og- lífeyrissjóðaeftirlitsstofnunin. Til viðbótar þeim var sett á fót Evrópska kerfisáhætturáðið, en það nýtur ekki heimildar til töku bindandi ákvarðana.
    Í ritgerðinni verður saga evrópska efnahagssvæðisins rakin í stuttu máli og markmið samningsins gerð skil. Þá verður fjallað um hvernig reglur frá Evrópusambandinu eru innleiddar í EES-samninginn og hvaða áhrif EFTA-ríkin hafa í raun við mótun þeirra. Með stofnun evrópska eftirlitskerfisins með fjármálamörkuðum risu ýmis stjórnskipuleg álitaefni og talsvert reyndi á þanþol íslensku stjórnarskrárinnar. Í raun hafa álitamál af þessu tagi endurtekið komið upp í gegnum árin og verða þau rakin í stuttu máli. Loks verður fjallað um hvort tími sé kominn til þess að gera breytingar á íslensku stjórnarskránni sem heimila valdframsal til alþjóðastofnana.

Samþykkt: 
  • 15.4.2019
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/32541


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BA ritgerð - Dagmar Helga Einarsdóttir.pdf375.02 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Yfirlýsing.jpeg1.73 MBLokaðurYfirlýsingJPG