is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár) Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/32542

Titill: 
  • Ráðstöfun barns í fóstur vegna áfengis- og vímuefnaneyslu foreldra: Er gripið nógu fljótt til slíkra ráðstafana?
Námsstig: 
  • Bakkalár
Efnisorð: 
Útdráttur: 
  • Almennt er gengið út frá því að heimildir foreldra til þess að ákveða uppeldishætti barna sinna séu víðtækar, m.a. í skjóli friðhelgi fjölskyldulífs. Þessi almenna heimild foreldra felur m.a. í sér ákvörðunarrétt um aðsetur barna sinna og hvernig aðbúnaði þeirra skuli háttað, án afskipta hins opinbera. Við ákveðnar aðstæður getur sá réttur foreldra hins vegar skarast á við rétt barns til að hljóta þann aðbúnað og það uppeldi sem stuðlar best að þroska þess. Þannig myndast ákveðinn árekstur á milli þessara sjónarmiða, enda engin trygging fyrir því að foreldrar, eða aðrir umráðamenn, vilji eða geti annast barn sitt þannig að það samræmist best hagsmunum þess. Við þær aðstæður hlýtur það að vera skylda hins opinber að grípa til viðeigandi ráðstafana til að tryggja hagsmuni barnsins. Í þessari ritgerð verður fjallað um það inngrip barnaverndar að ráðstafa barni í fóstur þegar andlegri heilsu þess eða þroska er hætta búin sökum þess að foreldrar eru vanhæfir til að fara með forsjána, vegna áfengis- eða vímuefnaneyslu. Þess má geta að á síðustu árum hefur umfang barnaverndarstarfsins aukist umtalsvert þar sem foreldrar glíma við neysluvanda og má í dæmiskyni nefna að á árinu 2009 bárust alls 806 tilkynningar vegna áfengis- og/eða fíkniefnaneyslu foreldra. Forsenda þess að meta viðeigandi úrræði fyrir börn sem alast upp við slíkar aðstæður er að kanna áhrifin sem neysluvandi foreldra hefur á börn, og verður leitast við að varpa ljósi á þau. Þá verður skoðað hvernig barnaverndarnefndir bregðast við í þessum málum og hvort gripið sé nógu fljótt til viðeigandi ráðstafana við þessar aðstæður?

Samþykkt: 
  • 15.4.2019
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/32542


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BA ritgerð Sóldís Rós Símonardóttir.pdf428.64 kBLokaður til...15.04.2020HeildartextiPDF
Yfirlýsing .pdf406.6 kBLokaðurYfirlýsingPDF