Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/32543
Umfjöllunarefni þessarar ritgerðar er eingöngu bundið við eftirlit dómstóla með framkvæmdarvaldinu og þá sérstaklega heimildir dómstóla til að leggja athafnaskyldu á stjórnvöld. Í fyrsta kafla verður fjallað almennt um hvað felst í endurskoðunarvaldi dómstóla gagnvart framkvæmdarvaldinu og sögulega þróun þess í dag. Í öðrum kafla verður fjallað um meginregluna um að dómstólar taki ekki nýjar ákvarðanir eða leggi ekki athafnaskyldu á stjórnvöld og dómaframkvæmd, sem styður meginregluna um stjórnskipuleg valdmörk dómstóla. Almennt er talið að það leiði af grundvallarreglunni um þrígreiningu ríkisvalds að það sé ekki á valdi dómstóla að taka nýjar ákvarðanir sem lögum samkvæmt heyra undir framkvæmdarvaldið. Síðan verða dómar teknir til skoðunar sem hníga í aðra átt og ummæli í dómum skoðuð sem gefa vísbendingar þess efnis að í sumum tilvikum gætu dómstólar talið sig hafa heimild til að víkja frá hinu almenna viðhorfi um sín stjórnskipulegu valdmörk gagnvart framkvæmdarvaldinu. Þá verða skoðanir fræðimanna á álitaefninu raktar í einum kafla, þar sem leitast verður við að draga fram viðmið og vísbendingar sem sýna að í sumum tilvikum gangi dómstólar lengra í þá átt að taka nýjar ákvarðanir eða leggja tiltekna skyldu á stjórnvöld. Loks verða helstu niðurstöður dregnar saman.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
BA ritgerð-Lokaskjal - Rannveig Lind.pdf | 321,63 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna | |
skemmuskil.jpg | 69,84 kB | Lokaður | Yfirlýsing | JPG |