is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/32553

Titill: 
 • Áhrif TNFα hemla á sykursteranotkun einstaklinga með liðbólgusjúkdóma
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Markmið: Tilgangur rannsóknarinnar var að kanna notkun sykurstera í töfluformi hjá einstaklingum með iktsýki, sóragigt eða hryggikt fyrir og eftir að meðferð með TNFa hemlum (TNFi) hófst. Enn fremur hvort einstaklingar með þessa liðbólgusjúkdóma sem eru á langtíma sykursterameðferð fái viðeigandi beinverndandi meðferð. Þá voru einnig könnuð áhrif TNFi meðferðar á notkun sterakrema hjá einstaklingum með sóragigt.
  Aðferðir: Upplýsingar um einstaklinga með iktsýki, sóragigt eða hryggikt sem hófu sína fyrstu meðferð með TNFi; etanercept, infliximab, adalimumab eða golimumab á árunum 2005-2015 var safnað úr ICEBIO. Valin voru fimm viðmið úr Lyfjagagnagrunni Embættis landlæknis og pöruð við hvern gigtarsjúkling með tilliti til aldurs, kyns og tímabils. Upplýsingar um lyfjaafgreiðslur sykurstera í töfluformi, sterakrema og beinverndandi lyfja í flokki bisfosfónata voru fengnar úr Lyfjagagnagrunni Embættis landlæknis fyrir tveggja ára tímabil fyrir og eftir upphaf TNFi meðferðar. Notkunin var metin út frá fjölda einstaklinga, fjölda lyfjaávísana og DDD (e. Defined Daily Dose). Niðurstöður: 621 einstaklingur með liðbólgusjúkdómana iktsýki, sóragigt eða hryggikt fengu afgreiddar 2630 lyfjaávísanir (3105 viðmið með 1337 afgreiddar lyfjaávísanir) á sykurstera á rannsóknartímabilinu. Mikill munur var á sykursteranotkun milli liðbólgusjúkdóma en heildarnotkun (DDD) þeirra tvöfaldaðist á tveggja ára tímabili fram að upphafi TNFi meðferðar, en lækkaði síðan verulega eftir að meðferð með TNFi hófst. Einstaklingum á sykursterum fækkaði um þriðjung við TNFi meðferðina og meirihluti þeirra sem hélt áfram voru einstaklingar með iktsýki. 38% þeirra sem voru á langtíma sykursterameðferð fengu virka beinverndandi meðferð. Notkun sterakrema helmingaðist hjá einstaklingum með sóragigt og þriðjungur hætti þeirri meðferð í kjölfar TNFi meðferðar.
  Ályktanir: TNFi meðferð hefur mikil áhrif á sykursteranotkun meðal einstaklinga með liðbólgusjúkdóma, þó er stór hluti einstaklinga með iktsýki ennþá á sykursterum tveimur árum eftir að meðferð með TNFi hefst. Þessum hópi þarf að tryggja betri beinvernd.

 • Útdráttur er á ensku

  Objective: To explore oral glucocorticoids (GC) use in patients with rheumatoid arthritis (RA), psoriatic arthritis (PsA) and ankylosing spondylitis (AS) before and after initiation of treatment with TNFa inhibitors (TNFi). The aim was also to evaluate if those patients on long term GC treatment were receiving adequate preventive osteoporosis treatment and how treatment with TNFi affect the use of topical steroids in patients with PsA.
  Methods: Clinical data on patients with RA, PsA and AS which initiated TNFi therapy with etanercept, infliximab, adalimumab or golimumab for the first time between 2005-2015 was collected from the ICEBIO registry. Five controls were randomly selected from the Icelandic Medicine Database in Iceland (IMD) and matched to each patient in relation to age, sex and time frame. The use of oral GC, topical steroids and bisphosphonate was collected from IMD for period of four years, two years period before and two years period after the initation of TNFi. The use was then evaluated in number of individuals, number of prescriptions and DDD (Defined Daily Dose). Results: 621 arthritis patients with RA, PsA and AS got 2630 prescriptions (3105 controls with 1337 prescriptions) for GC during the research period. The GC use varies between arthritis patients. The total GC use (DDD) doubled over two years period before initiating TNFi, but decreased sharply after initiating TNFi. The number of individuals on GC decreased by one third after initiating TNFi therapy and the majority of those who continued GC treatment were RA patients. 38% of those on long term GC treatment were receiving adequate osteoporosis treatment. The use of topical steroids decreased by half among PsA patients and one third discontinued the treatment after initiating TNFi.
  Conclusion: TNFi therapy does impact GC use among arthritis patients, however large portion of RA patients are still on GS two years after initiate TNFi therapy. Better osteoporosis treatment is warranted for these patients.

Samþykkt: 
 • 26.4.2019
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/32553


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Meistararverkefni_Rebekka.pdf2.15 MBLokaður til...26.04.2024HeildartextiPDF
Yfirlýsing_Rebekka.pdf1.01 MBLokaðurYfirlýsingPDF