is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/32554

Titill: 
 • Skjátími og koffínneysla Íslendinga í tengslum við svefnlengd
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Inngangur
  Líkamsklukkan gegnir því hlutverki að gefa einstaklingi hugmynd um kjörtíma svefns. Margir þættir geta komið í veg fyrir þetta ferli sem koma í formi utanaðkomandi merkja. Birta er sterkasti utanaðkomandi þátturinn sem hefur áhrif á líkamsklukkuna. Sýnt hefur verið fram á að birta með ákveðna bylgjulengd frá skjátækjum getur seinkað seytingu melatóníns, ef notkun þeirra er seint á kvöldin, og seinkað þar með svefni. Rannsóknir hafa sýnt að aukin koffínneysla og notkun skjátækja er talið seinka svefni, þá sérstaklega á skóla- og vinnudögum.
  Markmið
  Markmið verkefnisins var að athuga hvort að samband sé á milli koffínneyslu og skjátíma og einnig hvort að aukin neysla á þessum þáttum hafa tengsl við minni svefnlengd. Skoðað er hvernig neysla hjá Íslendingum er miðað við aðrar rannsóknir sem hafa verið gerðar á Norðurlöndunum.
  Aðferðir og gagnaöflun
  Gögn um svefnlengd, koffínneyslu og skjánotkun úr rannsókninni „Svefnklukka Íslendinga“ frá árinu 2015 voru notuð í þessari rannsókn.
  Niðurstöður og umræður
  Hátt hlutfall Íslendinga verja meira en 4 klukkutímum við skjátæki. Koffínneysla barna og unglinga var mest á formi gosdrykkja en neysla fullorðinna var mest á formi kaffis. Koffín og skjátími höfðu ekki áhrif á svefnlengd hjá fullorðnum en hjá börnum og unglingum mátti sjá samband milli þessara þátta.

Samþykkt: 
 • 26.4.2019
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/32554


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Meistararitgerd 2019 -Valgerdur Anna.pdf5.67 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Yfirlysing um medferd a verkefni - Valgerdur Anna.pdf399.5 kBLokaðurYfirlýsingPDF