is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/32555

Titill: 
 • "Hvert viljum við stefna?“: Staða lyfjafræðinga í apótekum á Íslandi
 • Titill er á ensku The status of community pharmacist in Iceland: “Are we headed in the right direction?”
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Á síðustu áratugum hefur hlutverk lyfjafræðinga í apótekum tekið breytingum frá framleiðslu og dreifingu lyfja í átt að faglegri þjónustu lyfjafræðings sem gegnir mikilvægum þætti í heilbrigðiskerfinu. Víða erlendis hafa lyfjafræðingar í apótekum útvíkkað starfsvið sitt í tengslum við að veita faglega þjónustu til einstaklinga. Fagleg þjónusta lyfjafræðinga er mismikil á milli landa en er nánast engin á Íslandi, þrátt fyrir að lög vísi í skyldur apóteka á því sviði. Markmið verkefnisins var því að rannsaka núverandi stöðu lyfjafræðinga í apótekum á Íslandi. Kannað var hvort þurfi og þá hvernig hægt sé að auka hlutverk apótekslyfjafræðinga í tengslum við aukna faglega þjónustu. Auk þess var viðhorf lyfjafræðinga til lækna rannsakað og núverandi samskipti þeirra á milli könnuð.
  Ritgerðin er byggð á eigindlegri aðferðarfræði og var hentugleikaúrtak notað við val þátttakenda. Gagnasöfnun fór fram frá desember 2018 til mars 2019. Tekin voru hálf-opin viðtöl við tólf starfandi lyfjafræðinga í apótekum á höfuðborgarsvæðinu. Viðtölin voru hljóðrituð og afrituð orðrétt. Gögnin voru flokkuð í þemu og síðan greind með eigindlegri innihaldsgreiningu.
  Niðurstöður sýndu að þættir sem hafa áhrif á að fagleg þjónusta lyfjafræðings standi til boða í apótekum hérlendis voru: skortur á lyfjafræðingum á vakt, tímaskortur lyfjafræðings, greiðsla þjónustunnar, samstarf lækna og lyfjafræðinga, uppsetning apóteka og, færni og klínísk þjálfun lyfjafræðings til að veita faglega lyfjafræðiþjónustu. Jafnframt sýndu niðurstöðurnar að samskipti lækna og apótekslyfjafræðinga eru góð en snúast fyrst og fremst um praktísk atriði en ekki klínísk.
  Niðurstöður rannsóknarinnar bentu sterklega á að rekstrarumhverfi apóteka á Íslandi þurfi fyrst og fremst að breytast svo að lyfjafræðingar geti aukið hlutverk sitt með áherslu á fræðslu og faglegri þjónustu.

 • Útdráttur er á ensku

  In the last decades the community pharmacist’s role has changed significantly from production and dispensing of medicine to more cognitive pharmaceutical service which functions as an important element in the health care system. Community pharmacist have already expended their role in terms of cognitive service to varying degrees on an international level. Conversely, in Iceland it is virtually non-existent despite legislation which obligates community pharmacists to provide such services. Therefore, the aim of the project was to examine the current status of community pharmacists in Iceland. The need for cognitive service in the community pharmacies and how such services would be implemented was investigated. Additionally, the general practitioners and pharmacist working relationship was studied.
  The thesis is based on qualitative methodology with a convenience sample used to select participants. The data collection took place from December 2018 to March 2019. Semi-structured face-to-face interviews were conducted with 12 community pharmacists in the greater Reykjavík area. The interviews were recorded and transcribed verbatim. The transcripts were categorized by themes and then analyzed using content analysis.
  The results showed numerous factors which can affect cognitive pharmaceutical service in community pharmacies in Iceland. The most common themes mentioned by respondents included being short staffed, time constraints, lack of remuneration for services provided, varying degrees of collaboration between general practitioners (GP) and community pharmacist (CP), pharmacy layout, and clinical education to extend their role as well as capability. The study also revealed that GP and CP working relationship is good, however respondents focus mainly about practical issues rather than clinical.
  The main findings in this study strongly indicated first and foremost that practice change is needed so community pharmacists can expand their role focused on increased counseling and cognitive service.

Samþykkt: 
 • 26.4.2019
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/32555


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Meistaraverkefni26 apríl. Lokaskil.pdf1.17 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Yfirlýsing skemman.pdf224.99 kBLokaðurYfirlýsingPDF