is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/32556

Titill: 
 • Titill er á ensku Content and distribution of usnic acid enantiomers in three Icelandic lichen taxa
 • Innihald og dreifing úsnínsýruhandhverfa í þremur íslenskum fléttutegundum
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Útdráttur er á ensku

  Drug discovery has changed dramatically over the past years with the advent of new tools in chemical analytics and molecular biology. Successful discovery of new antibiotics, however, is rare. In addition to this, the overuse of antibiotics threatens their effectiveness due to increased resistance. Lichen species were used as traditional medicine prior to the discovery of the penicillin antibiotics and increased multidrug resistance has generated renewed interest in lichens.
  Usnic acid is one of the most common secondary lichen metabolites and is by far the most extensively studied. The (+)-enantiomer of usnic acid has more potent antimicrobial activity (especially against Gram-positive bacteria) whereas the ( ) enantiomer shows mild antifungal activity and strong phytotoxicity. In contrast to the vast number of papers describing the bioactivity of usnic acid, the characterization of usnic acid enantiomers is lagging behind. The aim of this project was to determine the content of total usnic acid and distribution of usnic acid enantiomers in three commonly occurring lichens in Iceland, Flavocetraria nivalis, Cladonia arbuscula and Alectoria ochroleuca.
  A UPLC-PDA-MS method was developed and validated for determination of total usnic acid content in lichens. The content of usnic acid ranged from 1.77% to 4.50%. The usnic acid peaks were fractionated using semi-preparative high-performance liquid chromatography (HPLC) and the chiral separation was performed using HPLC-UV. The ratio of (+)- and (-)-usnic acid varied substantially; Flavocetraria nivalis contained an average ratio of 1.76%:98.24%, Cladonia arbuscula contained an average ratio of 96.77%:3.23% and Alectoria ochroleuca contained only (-)-usnic acid. The complexity of usnic acid production has been revealed in our study of three commonly occurring Icelandic taxa.
  In light of pronounced antibiotic activities and intrinsic high contents of usnic acid, this work will have biological and ecological importance for future studies focusing on usnic acid-containing lichens.

 • Með tilkomu nýrra verkfæra í efnafræðilegum greiningum og sameindalíffræði hefur uppgötvun lyfja breyst verulega á undanförnum árum. Árangursrík uppgötvun nýrra sýklalyfja er hins vegar sjaldgæf. Þar að auki er ljóst að ofnotkun sýklalyfja ógnar virkni þeirra vegna vaxandi ónæmi. Fléttutegundir voru notaðar sem hefðbundin lyf fyrir uppgötvun pensillínsýklalyfja og aukið fjöllyfja ónæmi hefur endurnýjað áhugann á fléttum.
  Úsnínsýra er eitt algengasta og um leið mest rannsakaða innihaldsefni fléttutegunda. (+)-Handhverfan af úsnínsýru hefur öflugri örverudrepandi virkni (sérstaklega gegn Gram-jákvæðum bakteríum) á meðan (-)-handhverfan sýnir væga sveppaeyðandi virkni og mikil plöntueituráhrif. Fjöldi birtra rannsókna sem lýsa eiginleikum úsnínsýruhandhverfa hefur ekki haldið í við fjölda greina sem lýsa lífvirkni úsnínsýru. Markmið verkefnisins var að ákvarða heildarinnihald úsnínsýru og dreifingu úsnínsýruhandhverfa í þremur algengum fléttum á Íslandi, maríugrösum (Flavocetraria nivalis), hreindýramosa (Cladonia arbuscula) og skollakræðu (Alectoria ochroleuca).
  UPLC-PDA-MS-aðferð var þróuð og gilduð fyrir ákvörðun á heildarinnihaldi úsnínsýru í fléttum. Innihald úsnínsýru var á bilinu 1,77% til 4,50%. Úsnínsýrutopparnir voru sundurgreindir með undirbúinni hágæðavökvaskiljun (HPLC) og hendniaðskilnaðurinn var framkvæmdur með HPLC-UV. Hlutfall (+)- og (-)-úsnínsýru var verulega breytilegt milli tegunda. Flavocetraria nivalis innihélt meðalhlutfallið 1,76%:98,24%, Cladonia arbuscula innihélt meðalhlutfallið 96,77%:3,23% og Alectoria ochroleuca innihélt einungis (-)-úsnínsýru. Þessi rannsókn sýndi fram á breytileika í magni úsnínsýru innan þessara þriggja algengu íslensku fléttutegunda.
  Í ljósi áberandi örverudrepandi virkni og hás innihalds úsnínsýru er framlag þessa verks bæði líffræðilegt og vistfræðilegt. Verkið skiptir jafnframt máli í samhengi framtíðarrannsókna með áherslu á fléttur sem innihalda úsnínsýru.

Samþykkt: 
 • 26.4.2019
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/32556


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Content and distribution of usnic acid enantiomers in three Icelandic lichen taxa.pdf5.96 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
yfirlysing.pdf21.18 kBLokaðurYfirlýsingPDF