Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/32559
Inngangur: Sykursýki er áhættuþáttur fyrir ýmsum hjarta– og æðasjúkdómum. Sykursýkislyf í flokkum GLP-1 viðtaka agonista og SGLT-2 hemla hafa sýnt fram á ávinning hvað varðar hjarta– og æðasjúkdóma. Markmið rannsóknarinnar var að kanna stöðu lyfjanotkunar hjá sjúklingum með sykursýki tegund 2 og nýgreint hjartavöðvadrep á hjartadeild 14EG á Landspítala auk þess að meta samræmi við klínískar leiðbeiningar ADA, EASD og ESC.
Efni og aðferðir: Rannsóknin er afturskyggn gagnarannsókn þar sem notast er við lýsandi tölfræði. Gögnum var safnað úr sjúkraskrám allra sjúklinga með sykursýki tegund 2 sem greindust með hjartavöðvadrep þ.e. NSTEMI eða STEMI á tímabilinu 1. janúar 2013 – 31. desember 2018. Sjúklingarnir höfðu ýmist verið greindir áður með sykursýki tegund 2 eða verið greindir í legu á hjartadeild 14EG.
Niðurstöður: Alls voru 212 sjúklingar í úrtakinu en 15 sjúklingar (7,1%) notuðu hvorki sykursýkislyf við komu á hjartadeild 14EG né við útskrift. Alls voru því 197 sjúklingar í lyfjahópi rannsóknarinnar, þ.e. sjúklingar sem annað hvort notuðu sykursýkislyf við komu eða útskrift af hjartadeild 14EG. Lyfið metformin var mest notað en 140 sjúklingar notuð lyfið. Við útskrift á tímabilinu notuðu 75 sjúklingar insúlín lyf og 68 sjúklingar sulphonylurea lyf. Þegar litið var til nýrri sykursýkislyfja notuðu 22 sjúklingar DPP-4 hemla, 10 sjúklingar GLP-1 viðtaka agonista og 17 sjúklingar SGLT-2 hemla við útskrift á tímabilinu. HbA1C gildi voru einungis mæld hjá 34 sjúklingum á tímabilinu.
Ályktanir: Niðurstöðurnar benda til þess að meirihluti sjúklinga sé ekki meðhöndlaður í samræmi við núverandi klínískar leiðbeiningar ADA, EASD og ESC. Notkun lyfja í flokki GLP-1 viðtaka agonista og SGLT-2 hemla eykst þó þegar tímabilið 2016-2018 er borið saman við tímabilið 2013-2015.
Bakground: Diabetes is a known risk factor for cardiovascular diseases. The use of GLP-1 receptor agonists and SGLT-2 inhibitors for the treatment of Type 2 Diabetes Mellitus (DM2) has been related to a reduction in cardiovascular risk and cardiovascular mortality in patients with type 2 diabetes. The objective of the study was to evaluate and describe antihyperglycaemic drug treatment in patients with type 2 diabetes recently diagnosed with myocardial infarction treated at the cardiac department of the University Hospital of Iceland and evaluate adherence to current guidelines published by ADA, EASD and ESC.
Methods: The study is a retrospective descriptive study. Data was collected from medical records of patients with type 2 diabetes recently diagnosed with myocardial infarction i.e. NSTEMI or STEMI from January 1st 2013 to December 31st 2018.
Results: A total of 212 patients with type 2 diabetes and a recently diagnosed myocardial infarction were treated at the cardiac department over the study period. A total of 15 patients (7,1%) did not use any antihyperglycaemic agents. Therefore 197 patients were included in the “drug-group” of the study i.e. these patients either used antihyperglycaemic drugs for type 2 diabetes at admission to the cardiac department or at discharge. Metformin was the most frequently used drug, used by 140 patients. Insulin was used by 75 patients and sulphonylurea drugs used by 68 patients. Only 22 patients used DPP-4 inhibitors, 10 patients a GLP-1 receptor agonist and 17 patients a SGLT-2 inhibitor. HbA1C values were only measured in 34 patients over the study period.
Conclusions: The results indicate that a high proportion of patients are not treated according to current guidelines published by ADA, EASD and ESC. However the use of GLP-1 receptor agonists and SGLT-2 inhibitors increases when the period 2016-2018 is compared to the period 2013-2015.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Meistaraverkefni-Valgerður.pdf | 2,08 MB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna | |
Yfirlýsing.pdf | 289,75 kB | Lokaður | Yfirlýsing |