Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/32566
The effects of dietary fish oil on efferocytosis of apoptotic neutrophils in antigen-induced inflammation in mice
Introduction: Over the last few decades, the burden of many chronic diseases has steadily increased with persistent inflammation contributing to many of them, making it desirable to look for ways to aid in its resolution. Efferocytosis refers to the process of removing dead cells, mainly neutrophils, from the site of inflammation but this is one of the key components in the resolution of inflammation. Dietary fish oil, containing omega-3 fatty acids, has previously been shown to enhance the resolution of antigen-induced peritonitis in mice when compared to mice fed a control diet. It was therefore, of interest to determine the effects of dietary fish oil on efferocytosis in antigen-induced inflammation in mice.
Aim: The aim of this study was to determine the effects of dietary fish oil on efferocytosis of apoptotic neutrophils in antigen-induced inflammation in mice.
Methods: Lymph nodes and spleens were harvested from inflamed mice being fed either a control diet or the same diet supplemented with 2.8% fish oil. The organs were cryosectioned and stained by immunohistological staining. The stained sections were identified with a fluorescence microscope and evaluated using the ImageJ software with a statistically significant difference being determined as p < 0.05.
Results: The results indicated a higher number of macrophages and apoptotic cells present in the lymph nodes of mice fed the fish oil enriched diet consistent with an enhanced resolution of inflammation. In addition, the macrophages and the apoptotic cells seemed to be located in the same area of the lymph nodes, most likely the interfollicular area. There was, however, no difference in the number of apoptotic cells or macrophages in the spleens of the mice.
Conclusion: The results presented in this study indicate that the fish oil enriched diet enhances efferocytosis of apoptotic neutrophils in antigen-induced peritonitis in mice. The study suggests a more enhanced clearance of apoptotic neutrophils to the draining lymph nodes but further studies are needed to confirm these results.
Áhrif fiskolíu í fæði á brottflutning sjálfdauðra daufkyrninga í vakamiðlaðri bólgu í músum.
Inngangur: Á síðustu áratugum hefur nýgengi margra krónískra sjúdóma aukist en viðvarandi bólga liggur að baki mörgum þeirra, það er því mjög eftirsóknarvert að finna leiðir til að stuðla að aukinni hjöðnun hennar. Brottflutningur sjálfdauðra (apoptótískra) frumna, aðallega daufkyrninga, frá bólgusvæði er einn af lykilþáttum í skilvirkri bólguhjöðnun. Fiskolía, rík af ómega-3 fitusýrum, leiddi, í fyrri rannsókn, til minna bólgusvars og betri hjöðnunar á vakamiðlaðri lífhimnubólgu í músum miðað við mýs á viðmiðunarfæði. Það var því talið áhugarvert að rannsaka hvaða áhrif fiskolían hefði á brottflutning sjálfdauðra daufkyrninga í vakamiðlaðri bólgu í músum.
Markmið: Markmið rannsóknarinnar var að ákvarða áhrif af fiskolíu í fæði á brottflutning sjálfdauðra daufkyrninga í vakamiðlaðri bólgu í músum.
Aðferðir: Eitlum og miltum var safnað úr músum með vakamiðlaða lífhimnubólgu sem annað hvort voru á vestrænu viðmiðunarfæði eða viðmiðunarfæði með viðbættri 2.8% fiskolíu. Þessi líffæri voru síðan frystiskorin í örsneiðar og lituð með ónæmismótefnalitun. Lituðu sneiðarnar voru að lokum skoðaðar með flúorsmásjá og greindar í Image J forritinu þar sem tölfræðilega marktækur munur á hópunum var greindur þegar p < 0.05.
Niðurstöður: Niðurstöðurnar gáfu til kynna fleiri makrófaga og sjálfdauðar frumur í eitlum músa sem fengu fiskolíu ríkt fæði sem er í samræmi við aukna bólguhjöðnun. Auk þess virtust makrófagar og sjálfdauðar frumur vera staðsettar á sömu svæðum í eitlunum, hugsanlega á svæðum á milli B svæða. Enginn munur var á fjölda makrófaga eða sjálfdauðra daufkyrninga í miltum músanna.
Ályktanir: Niðurstöður rannsóknarinnar benda til þess að fiskiolía í fæði ýti undir fjarlægingu apoptískra daufkyrninga til nærliggjandi eitla í vakamiðlaðri lífhimnubólgu í músum og geti þannig ýtt undir bólguhjöðnun. Frekari rannsóknir eru nauðsynlegar til að staðfesta þessar niðurstöður.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Mastersverkfni.SU.LOKA3. (1).pdf | 1,26 MB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna | |
skann.skemma.pdf | 303,89 kB | Lokaður | Yfirlýsing |