is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/32568

Titill: 
  • Staðbundin áhrif skemmtiferðaskipa á Seyðisfjarðarkaupstað
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Ritgerð þessi fjallar um staðbundin áhrif skemmtiferðaskipa á Seyðisfjarðarkaupstað, var markmiðið að kanna viðhorf íbúa til ferðaþjónustu og aukinnar umferðar skemmtiferðaskipa og skoða hvaða tækifæri gætu leynst innan ferðaþjónustunnar. Ferðaþjónustan er vaxandi atvinnugrein um allan heim og hefur mikilvægi atvinnugreinarinnar hérlendis vaxið töluvert á síðustu árum. Ferðaþjónustan sem atvinnugrein hefur tekið breytingum og þróast töluvert á síðustu áratugum og hefur ferðamennska skemmtiferðaskipa aukist um allan heim.
    Sendur var út spurningalisti á rafrænu formi og Seyðfirðingar voru hvattir til að svara. Notast var við vefforritið Survey Monkey við gerð spurningakönnunarinnar og voru niðustöður greindar í Excel. Úrvinnsla gagna úr spurningakönnuninni sýndi að um 80,4% þátttakenda töldu ferðaþjónustuna skipta frekar miklu máli fyrir kaupstaðinn og 64,2% voru sammála um að ferðaþjónustan væri framtíðaratvinnuvegur Seyðisfjarðar. Langflestir þátttakendur voru sammála um að atvinnugreinin hefði jákvæð áhrif á bæjarlíf kaupstaðarins og 77,4% sögðust vera hlynntir þeirri þróun sem hefði átt sér stað undanfarin ár með komu skemmtiferðaskipa til Seyðisfjarðar.

Samþykkt: 
  • 29.4.2019
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/32568


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Staðbundin áhrif skemmtiferðaskipa á Seyðisfjarðarkaupstað lokaskil PDF.pdf791.86 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
skemman_yfirlýsing skannað inn.pdf298.56 kBLokaðurYfirlýsingPDF