is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/32569

Titill: 
  • Notkun CAPM við verðmat fyrirtækja. Gagnrýni og gagnsemi
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Í gegnum tíðina hafa hagfræðingar búið til og notað hin ýmsu líkön til þess skýra fjármálaheiminn og það sem á sér stað í honum. Það var á sjötta áratug síðustu aldar sem Harry Markowitz kom fram með grein sína, Portfolio Selection, sem lagði grunninn að mörgum kenningum sem í dag eru notaðar þegar meta skal virði eigna og samband áhættu og ávöxtunar. Þeir Modigliani og Miller birtu einnig grein sína, The cost of capital, corporation finance, and the theory of investment, á sama áratug og eru þessar tvær greinar sagðar hafa lagt grunninn að CAPM eða Capital Asset Pricing Model.
    Það voru svo þeir William Sharpe, Jan Mossin, John Lintner og Jack Treynor sem birtu greinar sínar í framhaldinu og sköpuðu CAPM eins og við þekkjum það í dag. Líkanið hefur alla tíð verið nokkuð umdeilt en margar forsendur sem líkanið gefur sér eru sagðar óraunhæfar og ekki í takt við raunveruleikann. Einnig hafa margar tilraunir verið gerðar á öllum liðum líkansins og hefur það ekki staðist þær nægjanlega vel. Þær niðurstöður hafa því gefið enn frekara tilefni til að efast um ágæti líkansins.
    Líkanið er samt sem áður eitt mest notaða verðmatslíkanið í fjármálaheiminum í dag en í ritgerð þessari er farið yfir alla þætti líkansins og gagnrýni á þá, með sérstakri áherslu á beta. Einnig leiði ég út stærðfræðina á bakvið líkanið og hvernig hinir ýmsu þættir líkansins eru fundnir út. Farið er yfir helstu gagnrýni sem líkanið hefur orðið fyrir í gegnum tíðina, hverjir gagnrýndu og hvað þeir voru að gagnrýna. Einnig er farið yfir gagnsemi líkansins og hvers vegna það er eins mikið notað og raun ber vitni, þó svo að sannanir séu fyrir því að það sé ekki nægjanlega raunsætt.

Samþykkt: 
  • 29.4.2019
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/32569


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
skemman, yfirlýsing.pdf313.93 kBLokaðurYfirlýsingPDF
Notkun CAPM við verðmat fyrirtækja lokaskil.pdf1.21 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna