is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/32571

Titill: 
 • Titill er á ensku Synthesis and antimicrobial evaluations of phenazine 5,10-dioxides derived from myxin
 • Efnasmíðar fenasín 5,10-díoxíða sem svipa til myxíns og ákvörðun á bakteríuhemjandi virkni þeirra
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Á meðan algengi fjölónæmra sýkla eykst, fer virkni sýklalyfja minnkandi. Til að berjast gegn þessari ógn sem steðjar að heilbrigðiskerfinu skiptir miklu máli að uppgötva ný sýkladrepandi efni með nýja verkunarmáta. Náttúran er full af lífvirkum efnum, sem eru mörg hver lífmynduð af lífverum sem vernd gegn sýklum og öðrum lífverum. Eitt slíkt efni er myxín (1-hydroxý-6-metoxýfenasín 5,10-díoxíð), sem er fenasín efnasamband framleitt af Lysobacter antibioticus. Sýnt hefur verið fram á breiðvirka sýkladrepandi verkun myxins gegn bæði Gram-jákvæðum og Gram-neikvæðum bakteríum.
  Markmið þessarar rannskóknar var að efnasmíða fenasín sem svipa til myxíns og ákvarða bakteríuhemjandi virkni þeirra. Beirut hvörfum var beitt til að efnasmíða mismunandi fenasín 5,10-díoxíð í einu skrefi frá upphafsefninu bensófúroxan. Frekari afleiður voru svo smíðaðar út frá þessum efnum með alkýlerandi efnahvörfum. Bygging smíðaðra efna var staðfest með NMR-kjarnsegulgreiningum og massagreiningum.
  Bakteríuhemjandi virkni sex fenasín 5,10-díoxíða var ákvörðuð gegn E. coli og S. aureus og borin saman við bakteríuhemjandi virkni myxíns og iódíníns. Tvær náskyldar hliðstæður myxíns sýndu svipaða virkni og lyfjasprotinn myxín en frekari rannsóknir þarf til að ákvarða virkni þeirra af meiri nákvæmni. Möguleikarnir á að þróa ný fenasín 5,10-díoxíð enn frekar eru miklir og rannsóknir á forlyfjum með aukna vatnsleysni gætu leitt af sér sameind sem hentar vel í áframhaldandi þróun á nýjum sýklalyfjum.

 • Útdráttur er á ensku

  As multidrug resistant microorganisms keep spreading, the effectiveness of wellestablished antimicrobial drugs used in clinic decreases. To combat this emerging threat to modern healthcare, a matter of great importance is to discover new antimicrobial compounds with new modes of action. Nature is full of biologically active compounds, many of which are biosynthesized as a defense mechanism against competing microorganisms. One such compound is myxin (1-hydroxy-6methoxyphenazine 5,10-dioxide), a phenazine produced by Lysobacter antibioticus. Prior literature has revealed myxin to have a potent broad-spectrum antimicrobial efficacy against both Gram-positive and Gram-negative bacteria.
  The aim of this study was to synthesize analogs of myxin with close structural resemblance and evaluate their growth-inhibiting effects in bacteria. The synthesis of phenazine 5,10-dixiodes was achieved utilizing Beirut reaction conditions in a single step method from benzofuroxane. Structures of the compounds isolated were confirmed by NMR analysis and mass spectrometry.
  The antimicrobial activity of six phenazine 5,10-dioxides was evaluated against E. coli and S. aureus and compared to the potency of myxin and iodinin. Two compounds similar to myxin showed great potential. These two compounds have similar potency as myxin but there is need to determine their antimicrobial activity more precisely. The potential of additional chemical modification and the preparation of a prodrug with increased solubility could result in a viable candidate for further drug development.

Samþykkt: 
 • 29.4.2019
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/32571


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
gts6_MSc_thesis_final_fixed.pdf4.15 MBLokaður til...22.04.2025HeildartextiPDF
GTS_framnlenging á lokun ritgerdar.pdf46.6 kBLokaðurYfirlýsingPDF