is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Hugvísindasvið > B.A. verkefni - Hugvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/32572

Titill: 
  • Portrett ljósmyndun Alfreds Stieglitz og Edwards Steichens: Sköpunarferli og birtingarmynd í listrænni túlkun
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Lokaritgerð þessi er unnin til BA-prófs í listfræði við Háskóla Íslands. Höfundur er faglærður ljósmyndari frá Speos Photographic Institute í París, en námið lagði áherslu á tæknilega framsetningu fagsins. Í listfræðináminu jókst svo löngun eftir því að grafa dýpra í að skoða sköpunarferli og hugmyndir bakvið fagurfræði ljósmynda. Kveikjan að ritgerðinni var áhugi höfundar á portrett verkum gömlu meistaranna í ljósmyndun frá upphafi 20. aldar, og þá sérstaklega aðferðunum sem þeir beittu til að ná fram fagurfræðilegum áhrifum.
    Fjallað verður um nokkur valin portrett verk tveggja ljósmyndara, þeirra Alfred Stieglitz og Edward Steichen, en þeir voru frumkvöðlar á tíma sem einkenndist af grósku og tilraunastarfsemi í greininni. Mismunandi áhrifa gætir í portrettum Stieglitz og Steichens, og verk þeirra eru ólík. Reynt verður að sýna fram á hvernig ljósmyndararnir draga fram þætti í persónuleika viðfangsins með ólíkri aðferð í lýsingu og myndbyggingu. Steichen reynir að draga fram hið dulda og goðsagnakennda í viðfanginu, en Stieglitz rannsakar mismunandi líkamshluta manneskjunnar til að setja hana í módernískt samhengi. Athyglisvert er því að bera verk þeirra saman, en myndir þeirra hafa mótað portrett ljósmyndun 20. aldar.

Samþykkt: 
  • 29.4.2019
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/32572


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
ÞórdísBA_ritgerd.pdf793,34 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Scan.jpg1,04 MBLokaðurYfirlýsingJPG