Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/32573
Úðaþurrkun er þekkt aðferð til að bæta eiginleika dufts fyrir töfluslátt. Í úðaþurrkun er
ýmislegt sem þarf að hafa í huga til að fá duft með æskilega eiginleika, til dæmis
hvaða hjálparefni á að nota með virka efninu, hver styrkur lausnar eigi að vera og
hvaða stillingar úðaþurrkara eigi að nota. Mikilvægt er að notast við góða
tilraunahönnun þegar þetta er rannsakað.
Markmið verkefnisins var að hámarka afköst úðaþurrkara fyrir töfluslátt með
tilraunahönnun Modde. Notast var við virka efnið paracetamól þar sem erfitt er að slá
töflur úr því og því hentugt að þróa aðferð til að bæta eiginleika þess með
úðaþurrkun. Fyrst voru skimunarrannsóknir gerðar til að velja hentuga fjölliðu og í
kjölfarið hámarkunarrannsókn fyrir úðaþurrkara. Valin var hentug aðferð til að
stærðarmæla agnir og töflur slegnar úr þremur mismunandi framleiðslum. Að lokum
voru prófanir gerðar á töflum samkvæmt Evrópsku lyfjaskránni til að meta eiginleika
þeirra.
Póvídón reyndist hentugasta fjölliðan samkvæmt skimunarrannsóknum og var
því notuð í hámörkunarrannsókn með paracetamóli. Hámörkunarrannsóknin veitti
upplýsingar um áhrif einstakra þátta á útkomur ásamt samverkandi og ólínulegum
áhrifum. Úr hámörkunarrannsókninni fengust einnig upplýsingar um hvaða stillingar
gæfu annars vegar hámarks og hins vegar lágmarks agnastærð ásamt því að nýtni
var hámörkuð og lengd keyrslu lágmörkuð. Slegnar voru töflur og bornar saman við
blöndu sem var ekki úðaþurrkuð. Töflur úr úðaþurrkuðum efnum komu betur úr
prófunum en töflur úr blöndu sem var ekki úðaþurrkuð.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Jóhann Sigurðsson.pdf | 5 MB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna | |
yfirlýsing Jóhann.pdf | 24.71 kB | Lokaður | Yfirlýsing |