is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/32578

Titill: 
 • Áhrif skynörvandi jafnvægisþjálfunar á 50 til 75 ára einstaklinga sem hafa úlnliðsbrotnað í kjölfar byltu
 • Titill er á ensku Effectiveness of multi-sensory training among people, 50 to 75 year of age with fall-related wrist fracture
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Inngangur: Rannsóknir sýna að tengsl eru á milli byltutengdra úlnliðsbrota og vanstarfsemi í jafnvægiskerfi innra eyra, skerts skyns í fótum, skertari jafnvægisstjórnunar og færnisskerðinga. Markmið verkefnisins var að rannsaka áhrif skynörvandi jafnvægisþjálfunar á færni 50 til 75 ára einstaklinga sem hafa úlnliðsbrotnað í kjölfar byltu.
  Aðferðir: Þetta meistaraverkefni byggir á gögnum úr stærri rannsókn til doktorsprófs. Rannsóknarsniðið er framskyggn, slembuð íhlutunarrannsókn. Í þessum afmarkaða hluta var rýnt í hvort þriggja mánaða skynörvandi jafnvægisþjálfun hefði jákvæð áhrif á: öryggistilfinningu um að halda jafnvægi í daglegu lífi, svimaupplifun, gönguhraða og snerpu við að standa upp úr stól og setjast. Þátttakendum var slembiraðað í tvo íhlutunarhópa, rannsóknarhóp sem fékk skynörvandi jafnvægisþjálfun og samanburðarhóp sem fékk úlnliðsþjálfun. Viðeigandi mælingar voru gerðar fyrir upphaf íhlutunartímabils og eftir þriggja mánaða þjálfun. Mælingarnar fólust annars vegar í greiningu á ýmsum bakgrunnsþáttum og hins vegar í stöðluðum mælingum sem tengjast jafnvægisstjórnun. Mælitækin fyrir stöðluðu mælingarnar voru spurningalistarnir ABC-kvarðinn (e. Activities-specific Balance Confidence scale) og DHI-kvarðinn (e. Dizziness Handicap Inventory) og athafnamiðuðu mælitækin, tíu metra göngupróf (þægilegt og hratt) og standa upp 5x-prófið (e. Five Times Sit to Stand Test). Við tölfræðilega úrvinnslu var notast við parað t-próf, t-próf óháðra hópa, kí-kvaðrat próf, Mann-Whitney U-próf og Wilcoxon Signed Rank-próf. Einnig var notuð tölfræðiaðferðin „blönduð dreifigreining milli hópa og innan hóps“ (e. mixed between-within subjects analysis of variance). Marktektarmörk voru sett við p < 0,05.
  Niðurstöður: Af 98 einstaklingum sem samþykktu þátttöku í rannsókninni luku 38 einstaklingar í rannsóknarhópnum íhlutun og 42 í samanburðarhópi. Niðurstöður leiddu í ljós að enginn marktækur munur var á milli þjálfunarhópa á öryggistilfinningu um að halda jafnvægi, svimaupplifun, gönguhraða eða snerpu við að standa upp úr stól og setjast fyrir 50–75 ára einstaklinga sem hafa úlnliðsbrotnað í kjölfar byltu. Þrátt fyrir engan mun á milli hópa þá dró úr svimaupplifun og snerpa við standa upp úr stól og setjast jókst hjá báðum hópum eftir þriggja mánaða þjálfunartímabil (p < 0,001 – 0,04).
  Ályktun: Samkvæmt niðurstöðum þessa verkefnis er ekki ástæða til að mæla með skynörvandi jafnvægisþjálfun fyrir alla 50 til 75 ára einstaklinga sem hafa úlnliðsbrotnað í kjölfar byltu, án þess að skima fyrst fyrir undirliggjandi skynskerðingum. Mögulegt er að þjálfunaraðferðin gæti skilað árangri í þessum aldurshópi hjá einstaklingum sem væru með skerta færni og ef þjálfað væri af meiri ákefð.

 • Útdráttur er á ensku

  Introduction: Studies show an association between fall-related wrist fractures and vestibular dysfunction, decreased plantar sensation, postural control and functional disability. The aim of this study was to investigate the effect of multi-sensory training on the functioning of 50 to 75 year olds with a history of fall-related wrist fractures.
  Methods: This master's project is based on data from a larger study to a doctoral degree. The research design is a prospective, randomized controlled intervention study. This component of the study examined whether three months of multi-sensory training had a positive effect on; balance confidence in activities of daily living, dizziness, walking speed and functional strength in the lower limbs. Participants were randomized into two three months intervention groups, an experimental group that received multi-sensory training and a control group that received wrist exercises. Measurements before and after intervention, consisted of an analysis of various background factors as well as standardized outcome measures associated with balance control. The standardised outcome measures were the questionnaires Activities-specific Balance Confidence scale and the Dizziness Handicap Inventory and the functional measures, 10-metre walking test and the Five Times Sit to Stand. For statistical processing, paired t-tests were used, t test of independent groups, chi-square test, Mann Whitney U-test and Wilcoxon Signed Rank-test. The data was also analyzed using the statistical method mixed between-within subjects analysis of variance. Significance level was set at p < 0.05.
  Results: Of the 98 subjects who agreed to participate in the study, 38 subjects completed participation in the experimental group and 42 in the control group. The results revealed no significant difference between training groups in their balance confidence, dizziness, walking speed or functional strength in the lower extremities for 50-75 year-olds who had fall-related wrist fracture. Despite no differences between the groups, dizziness decreased and functional strength in the lower limbs increased in both groups after a three-month training period (p < 0,001 – 0,04).
  Conclusion: The results of this project, do not support a multi-sensory training to all 50 to 75 yearolds who had a fall-related wrist fracture, without first screening for underlying sensory impairments. It is possible that the training method might be effective in this age group of individual with impaired skills and with more intense training.

Samþykkt: 
 • 29.4.2019
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/32578


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Meistararitgerð Hólmfríður H. Sigurðardóttir pdf.pdf2 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Yfirlýsing um lokaverkefni Hólmfríður H.Sig apríl 2019.pdf66.89 kBLokaðurYfirlýsingPDF