is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/32584

Titill: 
  • IAS 37 - meðferð á skuldbindingum, óvissum skuldum og óvissum eignum
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Alþjóðlegi reikningsskilastaðallinn IAS 37 fjallar um skuldbindingar, óvissar skuldir og óvissar eignir og tók í gildi árið 1999. Staðallinn var gefinn út af Alþjóðlegu reikningsskilanefndinni (e. International Acounting Standards Committee, IASC) sem var forveri Alþjóðlega reikningsskilaráðsins (e. International Accounting Standards Board, IASB). Alþjóðlega reikningsskilaráðið hefur í dag það meginhlutverk að þróa Alþjóðlegu reikningsskilastaðlana IFRS. Í dag eru IFRS staðlarnir orðnir 17 talsins og gildandi IAS staðlar 28.
    Helsta viðfangsefnið í staðlinum eru skuldbindingar. IAS 37 gerir grein fyrir aðgreiningu á skuldbindingum og hefðbundnum skuldum. Aðgreiningin byggist á óvissu skuldbindinga. Óvissan liggur í því að skuldbindingar leiði ekki til ústreymis fjármagns með fullri vissu líkt og skuld gerir. Til að flokkast sem skuldbinding þurfa nokkur skilyrði að vera fyrir hendi. Staðallinn gerir kröfu um að skuldbinding verði færð í efnahagsreikning félags. Auk skuldbindinga gerir IAS 37 einnig grein fyrir óvissum skuldum og óvissum eignum. Ólíkt skuldbindingum eru óvissar skuldir og óvissar eignir liðir utan efnahagsreiknings en skal greint frá í skýringum. Óviss skuld uppfyllir ekki skilyrði um að vera skráð sem skuldbinding vegna þess að ólíklegt þykir að hún leiði til útstreymis fjármuna. Sama gildir um óvissa eign, en þá er um mögulega eign að ræða.
    Tilgangur ritgerðarinnar var að veita lesendum innsýn í staðalinn. Skoðuð var notkun á staðlinum í ársreikningum þriggja íslenskra félaga sem gera grein fyrir skuldbindingum og óvissum skuldum.

Samþykkt: 
  • 30.4.2019
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/32584


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
IAS 37 .pdf364,49 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
59632158_2232807000315135_1040227146217291776_n.jpg122,17 kBLokaðurYfirlýsingJPG