is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Hugvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Hugvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/32587

Titill: 
  • Rýnt til gagns eða gamans? Framboð og eftirspurn eftir íslenskum kvikmyndaskrifum í stafrænum veruleika
Námsstig: 
  • Meistara
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Þessi ritgerð er viðbragð við vanþóknun menningarsinnaðra Íslendinga í garð íslenskra kvikmyndaskrifa á tímum aukinnar internetnotkunar og alþjóðavæðingar á 21. öldinni. Reynt er að varpa ljósi á hvað þessir einstaklingar vilja lesa og af hverju framboð á slíkum skrifum líður skort í samfélaginu. Um leið er gerð tilraun til að greina eftirspurn þjóðarinnar eftir kvikmyndaskrifum almennt í von um að ráða í hnignun hefðarinnar hér á landi.
    Ritgerðinni er skipt upp í tvo hluta. Í fyrri hlutanum er stiklað á stóru í sögu kvikmyndaskrifa til að draga fram tvo mismunandi meginþræði í henni; annars vegar kvikmyndaumfjöllun og hins vegar faglega kvikmyndagagnrýni. Byrjað er á að fara yfir uppgang hefðarinnar í bandarískum prentmiðlum samhliða örum vexti kvikmyndaiðnaðarins í Hollywood. Því næst er rýnt í framsæknar kenningar og greinaskrif fræðamanna á síðari hluta þriðja áratugarins fram til þess áttunda og að lokum eru áhrif sjónvarpsins og internetsins í seinni tíð skoðuð. Sýnt er fram á hvernig fagleg gagnrýni aðgreinir sig gagngert frá umfjöllun og að svo búnu er sjónum beint að mistúlkun Íslendinga á gagnrýnishugtakinu, birtingarmynd hennar í menningunni og afleiðingum í samfélaginu.
    Seinni hluti ritgerðarinnar er alfarið tileinkaður rannsókn á framboði og eftirspurn eftir íslenskum kvikmyndaskrifum. Byrjað er á að fara yfir úrvalið eins og það birtist lesendum í dag; markhópar einkarekinna, ríkisrekinna og óhagnaðardrifinna fjölmiðla eru áætlaðir og bornir saman við raunverulegt innihald útgáfna þeirra. Því næst er farið yfir helstu niðurstöður netkönnunar á viðhorfi Íslendinga til bæði kvikmynda og kvikmyndaskrifa en þær sýna meðal annars fram á hvers vegna Íslendingar fara í bíó, hvort þeir lesi almennt skrif um kvikmyndir, hvar þeir nálgist þau og hvort þau uppfylli almennt þær kröfur sem þeir gera til skrifanna. Að lokum er leitast við að svara því hvort framboð á íslenskum kvikmyndaskrifum sé í samræmi við eftirspurn og hvort – og þá hvernig – efla megi hefðina hér á landi.

Samþykkt: 
  • 30.4.2019
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/32587


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
MA.KatrinGudmundsdottir.pdf426,9 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Yfirlysing.Skemman.pdf13,98 kBLokaðurYfirlýsingPDF