is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/32588

Titill: 
 • Grænar sumarbúðir. Leið sumarbúða KFUM og KFUK til að öðlast grænfánann
Námsstig: 
 • Bakkalár
Útdráttur: 
 • Ferlar og skipulag eru góð leið til að stuðla að breytingum og framförum í samfélaginu. Skólar á grænni grein eða Grænfánaverkefnið er á vegum Landverndar og byggir á ferlum sem ætlað er að koma af stað breytingum í hugum ungmenna sem stuðla að umhverfisvernd og aukinni sjálfbærni. Ef skólar standast þau markmið sem sett voru fram í upphafi fá þeir grænfánann og mega flagga honum í tvö ár.
  Rannsókn þessi skoðar gildi þess að sumarbúðir KFUM og KFUK geti fengið grænfána Landverndar. Rannsóknin var framkvæmd sem virk þátttökurannsókn með áherslu á að horfa, hugsa og gera. Til að safna gögnum voru tekin viðtöl við einstaklinga sem starfa í nánum tengslum við viðfangsefnið og notast var við eigindlega aðferðarfræði.
  Í niðurstöðum eru ferlar Skóla á grænni grein skoðaðir og þeir aðlagaðir að uppbyggingu sumarbúða. Sjá má að hægt er að aðlaga skref 1, 5 og 6 af skrefunum sjö sem Skólar á grænni grein vinna eftir að sumarbúðum. Hugmyndir eru settar fram að lausnum við aðlögun, en samvinna og áhugi einstaklinganna sem starfa innan sumarbúðanna er eitt það mikilvægasta sem þarf til þess að sumarbúðir geti öðlast grænfánann. Í þessari rannsókn er einnig sett fram tillaga um áætlun að innleiðingu grænfánans en nær rannsóknin og áætlunin ekki yfir innleiðingu hennar.
  Fræðilegt gildi rannsóknarinnar felst í að efnistökin hafa ekki verið rannsökuð áður á Íslandi og býður hún enn fremur upp á áframhaldandi rannsóknir á efninu, t.d. á innleiðingu grænfánans í sumarbúðum og mat á framkvæmd. Hagnýtt gildi rannóknarinnar felst í nálgun sem gerir sumarbúðum kleift að hljóta grænfánann.

Samþykkt: 
 • 30.4.2019
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/32588


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Grænar sumarbúðir - Heiðbjört Arney Höskuldsdóttir.pdf710.06 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
IMG_0918.jpg1.59 MBLokaðurYfirlýsingJPG