en English is Íslenska

Thesis University of Iceland > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/3259

Title: 
  • Title is in Icelandic Er konan nógu „hrein“ fyrir hrein vísindi? Mótsagnir í nálgun vísindanna á konuna og kvenlíkamann
Abstract: 
  • Abstract is in Icelandic

    Markmið þessarar ritgerðar er að skoða mótsagnir sem koma fram í nálgun vísindanna á kvenlíkamann. Til þess er notuð femínísk vísindagagnrýni og sýnt er fram á hvernig ólík sýn á kvenlíkamann hefur áhrif á rannsóknir, lyfjaþróun og kenningasmíð. Hentistefna virðist ráða för þegar fjallað er um konuna og kynjamun í vísindum en nauðsynlegt er að forðast hlutdrægni. Viðfangsefni ritgerðarinnar falla undir heilsumannfræði. Fjallað er um kynjaða orðræðu í læknisfræðitextum og kenningar félagslíffræðinnar þar sem kyjamunur er talinn skipta miklu máli og jafnvel ýktur. Þá er tveimur ólíkum kenningum í ónæmisfræðum lýst í þeim tilgangi að sýna hvernig endurskoðun og gagnrýni á kenningar getur stuðlað að nýrri sýn þar sem mikilvægi kvenlíkamans í rannsóknum er viðurkennt. Ennfremur er rætt um lyfjaþróun þar sem gengið er fram hjá kynjamun. Greint er frá mismunandi sjúkdómsnæmi kynjanna og hvernig karllíkaminn er oftast notaður sem staðall í lyfjaþróun og lyfjarannsóknum. Afleiðing þess að horfa fram hjá kynjamun er framleiðsla lyfja sem henta körlum betur en konum en konur fá því oftar og alvarlegri aukaverkanir af mörgum lyfjum. Vísindin geta ekki stillt sér upp utan við félagslega og sögulega áhrifaþætti og gagnrýna þarf kenningar vísindanna með jöfnu millibili svo hugmyndir staðnaðra kenninga séu ekki stöðugt teknar sem forsendur annarra og nýrri kenninga.

Accepted: 
  • Feb 20, 2009
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/3259


Files in This Item:
Filename Size VisibilityDescriptionFormat 
Sunna_Ingolfsdottir_fixed.pdf572.97 kBOpenHeildartextiPDFView/Open