Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/32592
Inngangur: Leghálskrabbamein er eitt þeirra krabbameina sem mögulegt er að greina á forstigi og lækna. Leghálskrabbamein er einnig eitt fárra krabbameina þar sem orsakir eru vel þekktar. Í flestum tilvikum er viðvarandi sýking HPV veiru orsök þess. HPV veira getur fundist inní kynfærum eða utan þeirra. HPV veira finnst bæði hjá konum og körlum, en veldur sjaldan krabbameini hjá körlum. HPV veiran getur smitast með snertingu eða við kynmök. Smokkurinn veitir ekki fullkomna vörn gegn HPV vegna þess að hún finnst á öllu nærbuxunarsvæðinu. Flestar konar í heiminum smitast af HPV veiru einhvertímann á lífsleiðinni sinni. Veiran er flokkuð í tvö flokka, há-áhættu og lág-áhættu. Í lág-áhættuflokki eru tegundir sem orsaka kynfæravörtur og frumubreytingar sem sjaldan valda leghálskrabbameini. Í há-áhættuflokki eru a.m.k. 14 mismunandi tegundir sem geta valdið alvarlegum frumubreytingum og leghálskrabbameini. Sýking af völdum HPV veira er oftast einkennalaus, bæði hjá körlum og konum. Sýkingin gengur oftast til baka af sjálfri sér. Í dag eru tvö bóluefni mest notuð gegn HPV veirum og mælt er með að bólusetningu um 10-12 ára aldur, fyrir kynþroska og áður en kynlífið hefst.
Efni og aðferðir : Rannsóknin náði til allra kvenna sem greindust með vægar frumubreytingar og voru HPV há-áhættu jákvæðar árið 2015. Þessum konum var síðan fylgt eftir til ársloka 2018. Listi með öllum konum og öllum komum þeirra fengust frá Frumurannsóknarstofu KÍ, einnig dagsetningu vefjagreiningar og upplýsingar um vefjagreininguna.
Niðurstöður : 954 konur voru greindar með vægar frumubreytingar og há-áhættu HPV veiru árið 2015. Tvær konur greindust með krabbamein á rannsóknartímabilinu. Miðgildi aldurs kvenna við komu árið 2015 var 28 ára, aldursdreifingin var þó mjög mikil. Alls 434 konur voru að mæta í leghálsskoðun vegna hópleitar en 435 voru að mæta vegna eftirlits. Til viðbótar voru 79 konur í eftirliti eftir keiluskurð og 3 í eftirliti eftir greiningu leghálskrabbameins. Konur sem mættu vegna annarra orsaka en hópleitar eða eftirlits voru eldri en þær sem voru að mæta vegna hópleitar eða eftirlits. Konur sem voru með há-áhættu HPV veiru í öðrum flokki en 16 og 18 voru að meðaltali eldri og einnig fleiri. Hver endurkoma var skoðuð ein og sér, þar sáum við fjölda kvenna sem mættu ekki aftur í leghálsskoðun vegna óþekktra ástæðna, sumar sem áttu fleiri en 3 endurkomur höfðu ekki tækifæri til að mæta á rannsóknartímabilinu eða mættu snemma árs 2019. Um 6% kvenna voru ekki HPV mældar aftur þrátt fyrir að hafa mælst jákvæðar í fyrri mælingum, ekki er vitað hvers vegna. Um 381 kona náði að hreinsa sig af veirunni á rannsóknartímabilinu og aðeins ein kona var en HPV jákvæð eftir endurkomu 5.
Ályktanir : Um 40% kvenna náði að hreinsa sig við HPV sýkingu á rannsóknartímabilinu án aðgerðar, 26% var sendur í keiluskurð og tæp 20% mættu ekki aftur. Eftir 3 endurkomur voru enn 81 kona HPV jákvæð eða um 8%. Hjá flestum konum var tekið vefjasýni eða um 77%. Aðeins tvö krabbamein greindust í rannsókninni, bæði voru greind árið 2015. Eitt þeirra var flöguþekjukrabbamein og var sú kona jákvæð í öðrum há-áhættu HPV flokki og annað þeirra var adenocarcinoma, en sú kona reyndist jákvæð í HPV 16 tvisvar sinnum með 6 mánaða millibili.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Diplómaritgerð - netskil PDF.pdf | 579.01 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna | |
skemma0001.pdf | 454.05 kB | Lokaður | Yfirlýsing |