en English is Íslenska

Thesis (Bachelor's)

University of Iceland > Hugvísindasvið > B.A. verkefni - Hugvísindasvið >

Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/32594

Title: 
 • Title is in Icelandic Ambroise Paré: Ævi - Störf - Ritverk. Ásamt þýðingum á völdum köflum úr verkum hans
Degree: 
 • Bachelor's
Abstract: 
 • Abstract is in Icelandic

  Ambroise Paré hefur gjarnan verið kallaður „faðir franskra skurðlækninga“. Hann skrifaði vísindagreinar um læknisfræði á frönsku en ekki á latínu eins og venja var hjá háskólamönnum á 16. öld. Þetta voru merk tímamót í sögu franskrar tungu og skrif Parés eru af mörgum talin vera fyrstu vísindaverk sem voru skrifuð beint á frönsku og reyndi háskólinn í París að koma í veg fyrir birtingu þeirra af þeim sökum. Fyrirkomulag og stéttaskipting innan raða lækna var flókin og í átökum við læknadeild Sorbonne háskóla nutu hinir svokölluðu eiðsvörnu skurðlæknar, sem voru reglubræður La Confrérie de Saint-Côme, aðstoðar Parés þegar hann varð ráðgjafi og yfirskurðlæknir konungs.
  Reynsla Parés á vígvöllum Frakklands, eftirtekt hans og rökhugsun leiddu til betri aðgerða ef ekki byltingar í skurðaðgerðum og ollu straumhvörfum í meðferð særðra hermanna. Paré varð læknir fjögurra konunga: Hinriks annars, Frans annars, Karls níunda og Hinriks þriðja og Frakkar kalla hann „föður franskra skurðlækninga“. Hér verður gerð grein fyrir nokkrum helstu atriðum í lífi og starfi Parés og ritverkum hans, og verður þá einkum stuðst við fjórðu útgáfu heildarverka hans, Les Oeuvres d’Ambroise Paré sem kom út árið 1585, en þar er að finna þau 28 vísindarit sem hann gaf út á starfsferli sínum. Til viðbótar við áðurnefnd læknisfræðirit er svo rit hans Apologie, et traicté contenant les voyages faicts en divers lieux (Varnarrit, og fræðirit um ferðir til ýmissa staða) sem er sagnfræðileg samtímaheimild þar sem Paré segir frá hinum mörgu herferðum sínum og störfum á vígvöllum Frakklands.
  Í dag bera sjúkrahús, menntaskólar og stofnanir nafn Ambroise Paré og viðurkenningar samtaka herlækna eru kenndar við hann. Paré er einnig söguhetja í sagnfræðilegum skáldsögum því margir rithöfundar hafi heillast af persónu hans.

Accepted: 
 • Apr 30, 2019
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/32594


Files in This Item:
Filename Size VisibilityDescriptionFormat 
AmbroisePare_Kapa.pdf267.69 kBLockedFront PagePDF
sigurður egill.pdf307.81 kBLockedYfirlýsingPDF
Paré. Lokalagf. 6.6.19.pdf4.49 MBOpenComplete TextPDFView/Open