Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/32607
Það hefur jafnan verið talið sjálfgefið að Íslendingasögur hneygist að hlutlægum sagnastíl og forðist að tjá tilfinningar. Nýlegar rannsóknir á tilfinningum í fornnorrænum bókmenntum hafa hins vegar leitt í ljós að ekki er um að ræða vandkvæði við að tjá tilfinningar. Þess í stað virðast þessar sögur leggja áhersla á að tjá tilfinningar í gegnum gjörðir og líkamleg viðbrögð frekar en að einblína á tilfinningalega orðræðu. Í þessari ritgerð mun ég kanna uppbyggingu síðari hluta Laxdæla sögu – þ.e. kafla 33 til 78 – með tilliti til tilfinningatjáningar og þess hvernig undirliggjandi tilfinningar hafa áhrif á eða móta söguþráðinn og framsetningu hans.
Fyrsti kaflinn veitir fræðilegt yfirlit yfir hugtakið „tilfinning“ sem og yfir þau helstu verk sem hafa reynt að skilgreina hugtakið. Í öðrum kaflanum tekst ég á við frásagnarfræðilega uppbyggingu, textaáhrif og framsetningu aðalkvenpersónu Laxdæla sögu. Ég mun leitast við að sýna fram á að uppbygging sögunnar er mótuð af tilfinningum og miðlun þeirra. Þriðji kaflinn samanstendur af bókmenntalegri greiningu á síðari hlutanum með tilliti til fyrrenfndra þema. Rannsóknin byggir á greiningu á völdum lykilsenum þar sem áherslan er á framsetningu tilfinninga gegnum tilfinningaorð, líkamsviðbrögð, látbragð, svipbrigði, þagnir, yfirhylmingu, orðræðu, gjörðir og frásagnartækni. Ég mun því leitast við að sýna fram á að frásagnarfræðileg uppbygging söguþráðarinns í þessum köflum sé beintengdur við og bein afleiðing af tilfinningalegu viðfangi sögunnar.
Niðurstaða rannsóknarinnar er sú að tilfinningar og innra líf Guðrúnar Ósvífrsdóttur sé lykilatriði í upbyggingu sögunnar og að hún sé þarafleiðandi lykilpersóna í áðurnefndum köflum.
The lack of emotional verbalization in saga literature and its apparent preference for an objective narrative style has forever been a self-evident truth among saga scholars. However, a recent study on emotions in Old Norse-Icelandic literature shows how these characteristics are not due to a lack of literary means to express emotion. In lieu of presenting passages in which verbal expression is the core of emotional display, action and somatic indicators are overall favoured. In this thesis, I seek to analyse the narrative plot of the latter part of Laxdæla saga—namely, from chapter 33 to chapter 78— considering its emotional display and how its emotional subtext influences the structural aspects of the plot.
In the first chapter, I provide a theoretical discussion of the term ‘emotion’, as well as an overview of the major works that have sought to define said term. In the second chapter, I address the themes of structural patterns, textual influences, and the representation of the main female character in Laxdæla saga on which the latter analysis will build. Drawing on several pieces of scholarship that have discussed such matters, I argue that the narrative structure of the analysed plot is mainly shaped by emotions. The third chapter offers a literary analysis of the chapters in question, focusing on the abovementioned themes. I base the study on the analysis of key scenes, focusing on several categories of emotional display: emotion words, somatic markers, gestures and facial expressions, silences and concealment, dialogues, actions, and narrative sequencing. I argue that the narrative structure of the plot in these chapters is indebted to the overall emotional content.
Ultimately, the results of this thesis demonstrate that the emotional inner life of Guðrún Ósvífrsdóttir is integral to the way in which the saga is shaped, shifting the focus on her as the central figure of the analysed plot.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
MeritxellRisco-MAThesis-Final.pdf | 1.05 MB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna | |
MeritxellRisco-DeclarationofAccess.pdf | 242.27 kB | Lokaður | Yfirlýsing |