en English is Íslenska

Thesis (Bachelor's)

University of Iceland > Hugvísindasvið > B.A. verkefni - Hugvísindasvið >

Please use this identifier to cite or link to this item: https://hdl.handle.net/1946/32608

Title: 
  • Title is in Icelandic Dauðapólitík: Greining á kenningum Giorgio Agambens og Achille Mbembe um birtingarmyndir dauðans í lífpólitísku skipulagi
Degree: 
  • Bachelor's
Abstract: 
  • Abstract is in Icelandic

    Ítalski heimspekingurinn Giorgio Agamben og kamerúnski heimspekingurinn Achille Mbembe skrifa báðir undir áhrifum lífpólitíkur eins og hún birtist hjá Michel Foucault, en einbeita sér að dauðanum og birtingarmyndum hans innan hins lífpólitíska veruleika. Agamben fjallar um undantekningarástand, og hvernig það getur af sér homo sacer, hinn helga/fordæmda mann. Hann fjallar um mærin milli hins pólitíska lífs mannsins og hins náttúrulega, einbera lífs. Homo sacer er sá sem hefur glatað hinni pólitísku vídd lífs síns og líf hans er því aðeins einbert líf. Agamben einblínir í fyrsta bindi bókaflokks síns um homo sacer á alræðisríki 20. aldar og eftirmála þeirra, sem hann telur setja sterkan svip á stjórnmál og lífpólitík nútímans. Agamben fjallar um stöðu flóttamannsins bæði í bók sinni Homo sacer: Fullveldi og einbert líf og í greininni „Við flóttamenn“ þar sem hann vísar í kenningar Hönnuh Arendt um sama efni.
    Mbembe fjallar um það sem hann kallar necropolitics eða dauðapólitík. Dauðapólitík helst í hendur við réttinn til að deyða eins og hann birtist hjá Foucault en er þó umfangsmeiri. Hún nær einnig yfir það þegar heilu samfélagshóparnir eða þjóðirnar eru gerð berskjölduð fyrir dauða, það þegar þessir hópar eru staðsettir á mærum dauða og lífs, þar sem þeir tilheyra í raun hvorugu ástandinu. Á kenningum Agambens og Mbembe eru ýmsir sameiginlegir fletir og þeir fjalla báðir um lífpólitík á gagnrýninn hátt.
    Í ritgerðinni er gerð grein fyrir kenningum Agambens og Mbembe um þessi efni og í lok hennar er fjallað um birtingarmyndir dauðapólitíkur í íslensku samfélagi samtímans. Í því sambandi er staða flóttafólks hér á landi skoðuð, einkum staða ungmenna sem gangast undir tanngreiningu að beiðni Útlendingastofnunar og staða íbúa í flóttamannabúðunum á Ásbrú. Lagt er til að líta á þessa viðkvæmu hópa sem homines sacri okkar samfélags og tilveru þeirra sem eins konar dauðaveröld.

Accepted: 
  • May 2, 2019
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/32608


Files in This Item:
Filename Size VisibilityDescriptionFormat 
BA Iðunn.pdf445,17 kBOpenComplete TextPDFView/Open
Anonym3334_2019-05-02_14-49-19.pdf283,33 kBLockedYfirlýsingPDF