is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/3261

Titill: 
  • Mansal í heimi karllægra yfirráða
Námsstig: 
  • Bakkalár
Efnisorð: 
Útdráttur: 
  • Mansal er stórt vandamál í flestum samfélögum í heiminum. Margir fræðimenn hafa sagt sína skoðun á hvað mansal er og hvernig eigi að skilgreina það. Útbreiddasta skilgreiningin er í Palermo sáttmála Sameinuðu Þjóðanna og þar segir í rauninni að öll misnotkun á einstaklingi sé mansal hvort sem samþykki hans hafi verið fyrir hendi eða ekki. Mansal er ekki kynjahlutlaust og eru flest fórnarlömb mansals konur og börn. Flestar konurnar enda í kynlífsiðnaðinum og þurfa að selja vændi. Það eru tengsl milli mansals og vændis fyrir utan að flest fórnarlömb mansals enda í vændi. Í vændi sem og mansali er þriðji aðilinn til staðar, líkamlegt-og andlegt ofbeldi, hótanir og nauðganir. Það sem er ólíkt eru leiðirnar sem þeir sem skipuleggja vændi fara við nýliðun. Konurnar eru beittar blekkingum og svikum og margir eru settar í skuldaánauð þegar á ákvörðunarstað er komið. Konurnar eru fluttar frá fátækari löndum til hinna ríkari sem er áhugavert í tengslum við hnattvæðingu viðskiptahátta. Vegna Alþjóðabankans og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins hafa skuldir þriðju ríkjanna aukist og meiri áhersla á útþenslu. Í kjölfarið eykst fátækt sem bitnar fyrst og fremst á konum og veldur því að þær verði auðveldari fórnarlömb mansals. Þar sem flestir stjórnendur fyrirtækja eru karlmenn er áhugavert að skoða þessa umræðu í tengslum við karllæg yfirráð. Samkvæmt Bourdieu er það óbærilegt ástand sem skapast þegar einn hópur fær vald til að skilgreina veruleikann út frá eigin forsendum. Hegemónísk karlmennska, sem er valdamesta og eftirsóknarverðasta karlmennskan á hverjum tíma, skilgreinir þetta á líkan hátt eða að allir sjá út um gleraugu valdhafanna. Það er einnig áhugavert að skoða kúnna vændis út frá karllægum yfirráðum, karlmennsku og karlamenningu. Lögreglan er er líklegri til þess að samsama sig við kaupendur vændis heldur en fórnarlömbin. Lögregluflotinn er karllæg stofnun og þögla samþykkið milli karlmanna er vandamál. Það eru margar ástæður fyrir kynlífskaupum karla en það sem er áhugavert að skoða í tengslum við mansal eru karlmennirnir sem vilja halda í gömul gildi. Með auknu jafnrétti kynjanna finnst þeim þeir vera að missa yfirráðinn og kaupa kynlíf til að bæta upp það sem þeir hafa misst í daglegum samböndum. Að lokum eru karllæg yfirráð skoðuð í tengslum við samfélagslega þætti innan Asíu.
    Mansal er nátengt vændi og er mjög erfitt að tala um annað án þess að minnast á hitt. Karllæg yfirráð hafa áhrif á umfang vændis og einnig skoðanir karlmanna á því að kaupa sér vændi. Ef á að draga úr mansali þarf að samræma aðgerðir landa og stofnanna ásamt að vinna að því að eyða fátækt úr heiminum.

Samþykkt: 
  • 20.2.2009
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/3261


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Birna_Maria_Asgeirsdottir_meginmal_fixed.pdf237.96 kBOpinnMeginmálPDFSkoða/Opna
Birna_Maria_Asgeirsdottir_forsida_fixed.pdf45.37 kBOpinnForsíðaPDFSkoða/Opna
Birna_Maria_Asgeirsdottir_utdrattur_fixed.pdf6.98 kBOpinnÚtdrátturPDFSkoða/Opna