is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/32613

Titill: 
  • Aðgerðir og aðgerðaleysi Sameinuðu þjóðanna í tengslum við varðveislu heimsfriðar og öryggis : Er fyrirkomulag Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna til þess fallið að grafa undan meginmarkmiðum samtakanna?
  • Titill er á ensku United Nations's acts and inaction relating to international peace and security : Does the Security Council's arrangement undermine the organization's main objective?
Námsstig: 
  • Meistara
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Í þessari ritgerð verður fjallað um framkvæmd Sameinuðu þjóðanna, þá einkum Öryggisráðsins, í tengslum við meginmarkmið þess að varðveita heimsfrið og öryggi. Fyrst og fremst verður litið til framkvæmdar Öryggisráðsins í skjóli VII. kafla Sáttmála SÞ, fyrirkomulags ráðsins og hvort að það sé til þess fallið að grafa undan meginmarkmiði samtakanna. Leitað verður svara við þeirri spurningu með því að skoða aðgerðir SÞ á sviði heimsfriðar og öryggis frá stofnun þeirra árið 1945 fram til ársins 2019. Helsta viðfangsefni ritgerðarinnar er aðgerðaleysi SÞ í tengslum við aðstæður sem krefjast aðgerða alþjóðasamfélagins, líkt og borgarastyrjöldin í Sýrlandi. Í því sambandi verður neitunarvald fastafulltrúa Öryggisráðsins tekið til skoðunar en ritgerð þessi sýnir fram á að neitunarvald fastafulltrúanna er helsta orsök aðgerðaleysis samtakanna við varðveislu heimsfriðar og öryggis. Lagðar verða fram tillögur að úrbótum sem til þess eru fallnar að auka skilvirkni og trúverðugleika SÞ. Þær tillögur snúa einkum að neitunarvaldi stórveldanna, samsetningu og fyrirkomulagi Öryggisráðsins. Þá verða einnig lagðar fram tillögur að frekari þróun mannúðaríhlutunar og skyldunnar til þess að vernda innan alþjóðasamfélagsins og að auknum valdheimildum Allsherjarþingsins til að bregðast við aðgerðaleysi Öryggisráðsins í þeim tilgangi að stuðla betur að heimsfriði og öryggi.

  • Útdráttur er á ensku

    This thesis will discuss the United Nation‘s practice, in particular the Security Council‘s practice, in relation to the organization‘s main objective to maintain or restore international peace and security. First and foremost, this paper will discuss the SC‘s practice under Chapter VII of the UN Charter, the SC‘s system and whether it undermines the main objective of the organization. The answer to that question will be sought by reviewing the UN‘s practice in the field of international peace and security from 1945 to 2019. The focus of this thesis will be on the UN‘s inaction relating to situations that require UN‘s assistance, e.g. the civil war in Syria. In that regard, the veto power granted to the permanent members of the SC will be discussed since the veto is generally considered to be the main cause of UN‘s inaction in the field of international peace and security. A few reforms will be proposed for the purpose of increasing UN‘s efficiency and credibility. These reforms relate mainly to the veto power of the SC‘s permanent members and the SC‘s system and composition. Other reforms will be proposed that relate to further development of humanitarian internvention and the responsibility to protect and finally the expansion of the General Assembly‘s authority to respond to the inaction of the Security Council for the purpose of promoting international peace and security. 

Samþykkt: 
  • 3.5.2019
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/32613


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
SLM-Meistararitgerð.pdf815.45 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Yfirlýsing.pdf586.84 kBLokaðurYfirlýsingPDF