is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/32614

Titill: 
  • CrossFit á samfélagsmiðlum
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Útdráttur er á ensku

    Samfélagsmiðlar skipa stóran sess í daglegu lífi margra nú í dag og auðvelt að móta þá að sínum áhugamálum. Instagram er eitt helsta markaðstól íþróttarinnar CrossFit. Á forritinu birta heimsþekktir iðkendur myndir af æfingum, keppnum, hversdeginum auk þess að auglýsa vörur og þjónustu. Með innihaldsgreiningu á reikningum átta þekktra iðkenda hér á landi kom í ljós mikil samfélagskennd iðkenda og vinátta en einnig vöruinnsetning og áberandi framsetning líkamans. Fylgjendur umræddra einstaklinga eru allt frá nokkrum tugum þúsunda upp í rúmlega milljón. Fjölmargar rannsóknir benda á skaðsemi samfélagsmiðla gagnvart sjálfsmynd notenda. Á þeim forsendum sem og niðurstaðna innhaldsgreiningar byggist viðtalsrammi við níu einstaklinga þar sem efni á umræddum reikningum er í brennidepli. Niðurstöður benda til tortryggni fylgjenda gagnvart efni sem þekktirri CrossFittarar birta á forsendum vöruinnsetningar og efasemda um raunverulegan ásetning. Burt séð frá því þjóna þekktir CrossFittarar stóru hvatningarhlutverki og stuðla að iðkun annarra. Kenningar Charles Horton Cooley um spegilsjálfið og Erving Goffman um framsetningu sjálfsins eru hafðar í forgrunni ásamt fjölda rannsókna um samfélagsmiðla, auglýsingar og sjálfsmynd.

Samþykkt: 
  • 3.5.2019
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/32614


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
MA-verkefni Júnía Sigurrós Kjartansdóttir PDF.pdf1.93 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Yfirlýsing - MA Júnía S Kjartans.pdf28.72 kBLokaðurYfirlýsingPDF