Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/32617
Í þessari ritgerð var reynt að svara þeirri spurningu hverjar stefnur jafnaðarmanna í Noregi og á Íslandi hafa verið með tilliti til inngöngu í evrópskt samstarf. Fjallað var um kenningar Christine Ingebritsen um vægi leiðandi atvinnuvegi og hvort jafnaðarmenn hafi haft heildaráhrif á stefnur ríkjanna. Jafnframt var skoðað hvort þeir höfðu áhrif á þá stefnu sem Verkamannaflokkurinn í Noregi og Alþýðuflokkurinn og seinna Samfylkingin á Íslandi mótuðu Evrópustefnu sína eftir. Stefna flokkana var síðan metin út frá kenningum nývirknihyggjunnar um smitáhrif og hvernig samstarf á einu sviði, pólitísku eða virkni, hafi haft áhrif á vilja til samvinnu á öðrum óskyldum sviðum. Einnig var farið yfir hvers vegna jafnaðarmenn eru viljugri en meðlimir annarra flokka til að taka þátt í alþjóðlegu samstarfi. Helstu niðurstöður rannsóknarinnar voru þær að jafnaðarmenn hafi tekið tillit til leiðandi atvinnugreina, en á engan hátt látið þær ráða för í evrópuleiðangri sínum. Þá var hægt að finna atriði hjá jafnaðarmönnum beggja ríkja sem virtust benda til þess að smitáhrif hefðu einhver áhrif á evrópustefnur þeirra.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Davíð Eldur Baldursson nr2.pdf | 778,41 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna | |
yfirlysing.pdf | 800,34 kB | Lokaður | Yfirlýsing |