is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/32623

Titill: 
  • Viðskiptahættir fjármálafyrirtækja. Eftirlit og fjárfestavernd á Íslandi og í Evrópu
Námsstig: 
  • Meistara
Efnisorð: 
Útdráttur: 
  • Reglur um fjárfestavernd og viðskiptahætti fjármálafyrirtækja hafa þann tilgang að leiðrétta þann mikla aðstöðumun sem er á milli almennra fjárfesta og fjármálafyrirtækja. Vegast þar meðal annars á sjónarmið um neytendavernd og hagsmunir hagkerfisins af hagstæðum rekstri fjármálafyrirtækja. Ljóst er að traust almennings til fjármálakerfisins og orðstír fjármálafyrirtækja hefur beðið mikinn hnekki hér á landi í kjölfar bankahrunsins árið 2008. Í þessarri ritgerð er leitað svara við því hvort reglur um fjárfestavernd og viðskiptahætti fjármálafyrirtækja séu til þess fallnar að endurverkja traust og trúverðugleika almennings á fjármálamarkaði.
    Til að athuga framangreind álitaefni er réttarsvið fjármálamarkaðsréttar fyrst tekið til almennrar umfjöllunar. Síðan er sérstaklega afmarkað hvaða reglur það eru sem ætlað er að vernda fjárfesta og viðskiptavini fjármálafyrirtækjanna. Í því ljósi er kannað hver uppruni þeirra sé og hvaða áhrif þær hafa á samskipti fjármálafyrirtækja við fjárfesta og aðra viðskiptavini. Samhliða umfjöllun um reglurnar er þar sem við á kannað sérstaklega hvaða afleiðingar innleiðing nýlegra tilskipana Evrópusambandsins í innlendan rétt kemur til með að hafa á þær til framtíðar litið.
    Eftir umfjöllun um reglur um fjárfestavernd og viðskiptahætti fjármálafyrirtækja er fjármálaeftirlit á Íslandi og í Evrópu tekið til umfjöllunar. Samhliða almennri umfjöllun er í sögulegu samhengi kannað hvaða áhrif fjármálakreppan hefur haft á þróun regluverks á sviði fjármálaeftirlits hér á landi og í Evrópu. Þá er athugað hvaða breytingar eru fyrirsjáanlegar á sviðinu hér á landi sem og erlendis í náinni framtíð.
    Í ritgerðinni er komist að þeirri niðurstöðu að fjárfestavernd hafi aukist til muna í kjölfar aðgerða og lagabreytinga sem hafa átt sér stað síðustu misseri. Um sé að ræða samfélagslega mikilvægt svið þar sem traust og trúverðugleiki skiptir miklu máli. Aukin áhersla á neytendavernd á fjármálamarkaði, gagnsæi og festa í framkvæmd reglnanna og bætt einkaréttarleg úrræði fyrir neytendur séu til þess fallin að endurverkja traust almennings á fjármálakerfinu. Nýlegar breytingar á samræmdu eftirlitskerfi Evrópusambandsins og eftirlitsstofnunar EFTA séu til þess fallnar að bæta framkvæmd fjármálaeftirlits bæði hér á landi og í Evrópu. Þá séu fyrirhugaðar breytingar á laga- og stofnanaumgjörð fjármálaeftirlits hér á landi líklegar til að auka gæði framkvæmdar fjármálaeftirlits hér á landi.

Samþykkt: 
  • 3.5.2019
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/32623


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Meistararitgerð Axel Óli Atlason.pdf1.13 MBLokaður til...06.05.2024HeildartextiPDF
Skemman_yfirlysing_Axel Óli Atlason.pdf271.85 kBLokaðurYfirlýsingPDF