en English is Íslenska

Thesis (Bachelor's)

University of Iceland > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/32626

Title: 
 • Title is in Icelandic Val á sundlaug. Viðhorf viðskiptavina og samkeppnisstaða sundlauga á höfuðborgarsvæðinu.
Degree: 
 • Bachelor's
Keywords: 
Abstract: 
 • Abstract is in Icelandic

  Ákvörðun neytanda um hvaða sundlaug skal fara í er oftar en ekki auðveld, en þó geta margir áhrifaþættir spilað þar inn í. Með auknu framboði og stöðugum endurbótum á sundlaugum á síðustu áratugum hafa neytendur um marga kosti að velja. Það er því mikilvægt fyrir sundlaugar á höfuðborgarsvæðinu að reyna að ná einhvers konar sérstöðu ef þær vilja hafa sterka samkeppnisstöðu á sundlaugamarkaðnum.
  Markmið verkefnisins er að reyna að komast að því hvað það er sem ræður því hvaða sundlaug neytandi velur að fara í og á hverju samkeppnisstaða sundlauganna byggir. Fjallað verður um helstu fræðilegu nálganir sem tengjast markaðsmálum, kauphegðun og kaupákvarðanaferli neytandans sem og sundlaugarnar á höfuðborgarsvæðinu og samkeppni á sundlaugamarkaðnum.
  Framkvæmd var megindleg rannsókn í formi spurningakönnunar til að komast að því hvaða þættir það væru sem hefðu áhrif á val neytanda á sundlaug. Könnuninni var skipt í tvennt sem fór eftir því hvort einstaklingur fer í sund eða ekki. Fyrir þá sem fara í sund var rannsakað af hvaða ástæðum fólk fer í sund og hvaða laug það sækir oftast í en fyrir þá sem ekki fara í sund var rannsakað af hvaða ástæðum þeir einstaklingar gera það ekki og hvaða þættir gætu haft áhrif á ákvörðun þeirra um að fara í sund. Með því að skoða hvaða þættir væru mikilvægastir fyrir neytendur kom í ljós að Laugardalslaug hafði sterkari samkeppnisstöðu en aðrar laugar þar sem hún býður upp á alla helstu valmöguleika sem neytendur sækjast eftir.

Accepted: 
 • May 3, 2019
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/32626


Files in This Item:
Filename Size VisibilityDescriptionFormat 
herdís yfirlýsing.jpg1.24 MBLockedJPG
BS ritgerð.pdf1.86 MBOpenComplete TextPDFView/Open