is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/32627

Titill: 
 • Aðgerðir ríkis og sveitarfélaga í málefnum innflytjenda -staðan í Sveitarfélaginu Skagafirði og leiðir til umbóta
 • Titill er á ensku State and local level actions in issues/matters of immigration – current affairs and implications for future developments in the Municipality of Skagafjordur
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Verkefnið fjallar um núverandi stöðu innflytjendamála í Sveitarfélaginu Skagafirði með tilliti til laga og reglugerða og leiðir til umbóta. Markmiðið verkefnisins er tvíþætt. Annars vegar að greina stöðu í málefnum innflytjenda í Sveitarfélaginu Skagafirði í samanburði við stefnu ríkisins og þær aðgerðaáætlanir sem gerðar hafa verið. Hins vegar að hvetja Sveitarfélagið Skagafjörð til umbóta með því að móta sér stefnu í málefnum innflytjenda.
  Greint er frá lögum um málefni innflytjenda ásamt helstu aðgerðum ríkisins. Fjallað er um stjórnsýslulegt verklag sveitarfélaga og hlutverk þeirra er kemur að málefnum innflytjenda. Skoðaðar eru aðferðir stefnumótunar innan skipulagsheilda og eru þær aðferðir lagðar til sem leiðir að umbótum fyrir Sveitarfélagið Skagafjörð.
  Verkefnið er ætlað að vera innlegg í umræðu um stefnumótun í Sveitarfélaginu Skagafirði í málefnum innflytjenda en þar hafa aðgerðir vegna móttöku innflytjenda ekki verið formgerðar nema í einstaka tilfellum.
  Notast var við blandaðar rannsóknaraðferðir með tengdu sniði. Í þessu tilviki eru eigindlegar aðferðir í forgrunni og megindlegar aðferðir þeim til stuðnings. Gögnum var safnað með því að taka viðtöl við átta innflytjendur í Skagafirði og með spurningakönnun sem send var á tuttugu fyrirtæki og stofnanir í Sveitarfélaginu Skagafirði. Áhersla var lögð á að tengja niðurstöður við aðgerðir ríkisins í málefnum innflytjenda, hlutverki sveitarfélagsins, verklagi ásamt leiðum til stefnumótunar.
  Helstu niðurstöður rannsóknarinnar eru, að staða innflytjenda í Sveitarfélaginu Skagafirði er góð að því leyti að fólk er almennt jákvætt og líður vel að eigin sögn. Hins vegar má spyrja hvernig aðlögun innflytjenda að samfélaginu er háttað. Nokkuð algengt er að innflytjendur sem búsettir eru í Sveitarfélaginu Skagafirði tali ekki íslensku, umgangist mest samlanda sína eða aðra innflytjendur og fátt virðist hvetja þá til breytinga hvað þetta varðar. Til þess að sporna við þessari stöðu er lagt til að Sveitarfélagið Skagafjörður móti sér stefnu í málefnum innflytjenda og útbúi móttökuáætlun samhliða. Með þeim hætti væri hægt að formgera betur leiðir og lausnir til aðlögunar innflytjenda í samfélagið sem er ein af þeim aðgerðum sem ríkið leggur til í framkvæmdaáætlun í málefnum innflytjenda 2016 – 2019.

Samþykkt: 
 • 3.5.2019
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/32627


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Selma Barðdal_meistararitgerd_opinber stjórnsýsla 2019.pdf1.25 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
yfirlýsing.pdf235.12 kBLokaðurYfirlýsingPDF