Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/32628
Í ritgerðinni er tekist á við spurningar um mismunandi sjónarhorn íslenskra annála.
Rannsóknarspurningar ritgerðarinnar eru eftirfarandi: Hvernig endurspeglast
mismunandi sjónarhorn í annálum? Hvaða máli skiptir afstaða þeirra sem rituðu annála
og þeirra sem stóðu að baki ritun þeirra? Hverjir höfðu áhrif á annálaritun? Fyrst er
fræðileg saga rannsókna á íslensku annálunum skoðuð og mismunandi kenningar
fræðimanna um þá bornar saman. Sú saga spannar rúmlega hundrað ár þar sem aldur og
heimildargildi annálanna hefur verið mest til umræðu. Síðan er farið yfir kenningar nýju
textafræðinnar, en hún felur í sér greiningu á frumheimildum út frá fleiri hliðum en
áður, sem getur varpað ljósi á viðhorf þeirra sem áttu handritin og notuðu þau. Fjallað er
um uppbyggingu annálanna og skoðuð sameiginleg einkenni, flokkun og skyldleiki
annálanna. Þá eru mismunandi frásagnir um sögulega atburði þeirra teknar til
greiningar. Teknar eru fyrir fyrri rannsóknir á annálum og út frá þeim dregin upp
heildræn mynd af mismunandi sjónarhornum þeirra og þau greind út frá aðferðafræði
nýju textafræðinnar. Að lokum er samantekt á mismunandi sjónarhornum í annálum út
frá þeim dæmum sem borin hafa verið saman.
This research seeks to answer the question of what defined the various points of view of
the Icelandic annals. Therefore, the questions are: How are those views reflected; what
difference does the recorder’s position make; and what is the position of those who are
behind the writing of the annals? Firstly, the scholarly history of the annals is analyzed,
and the different theories are compared. The history of debate over the age and
authenticity of the annals spans more than one hundred years. The primary theories of
the new philology are looked upon in comparison with the Icelandic annals. This
involved a comprehensive research from more angles than previous theoretical
approaches, which shed new light on their different points of view – from those who
owned the scripts, to those who used them. The structure of the annals is discussed,
along with their characteristics, classification and relationship. The different narratives
of certain historical events are discussed from the perspective of the new philology.
Those events, and the annals that documented them, have already been studied by
scholars and therefore, these points will be analyzed as well. In the conclusion, the
different points of view of the Icelandic annals will be summarized.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Bjartur Logi Fránn Gunnarsson.pdf | 1.29 MB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna | |
bjartur logi.pdf | 292.71 kB | Lokaður | Yfirlýsing |