is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/32637

Titill: 
  • Um húsfélög og ákvarðanatökur
Námsstig: 
  • Meistara
Efnisorð: 
Útdráttur: 
  • Algengt er það viðfangsefni í daglegu lífi fólks að eiga samskipti við nágranna sína og þá jafnvel sameigendur í fjölbýlishúsum. Eignarform um slíka sameign er útbreitt af ýmsum ástæðum, en hagkvæmni vegur þar þungt á metunum. Þrátt fyrir hagkvæmni slíkra húsa, geta þar einnig vegast á mismunandi hagsmunir eigenda, bæði þeirra á milli og gagnvart heildinni. Hefur þess vegna verið talið nauðsynlegt að lögfesta ítarlegar reglur um það hvernig eigi að umgangast slíkar eignir og hvernig haga eigi samskiptum sameigenda með sanngjörnum hætti.
    Lög um fjöleignarhús nr. 26/1994 hafa að geyma ítarleg ákvæði um ákvarðanatökur. Ná ákvæðin m.a. yfir það hverjir eigi rétt á því að standa að ákvörðunartökum, hvernig staðið skuli að þeim og hversu margir þurfi að samþykkja mismunandi ákvarðanir svo þær geti talist lögmætar og bindandi fyrir aðra eigendur. Miklir hagsmunir geta verið í húfi og því mikilvægt að standa rétt að slíkum ákvörðunum, bæði að forminu til og eins að efnisleg skilyrði séu réttilega uppfyllt.
    Húsfélög eru til staðar í öllum fjöleignarhúsum, sbr. 1. mgr. 56. gr. fehl. Þau eru helsti samráðsvettvangur eigenda og eiga allar ákvarðanir um sameiginleg málefni að vera teknar á sameiginlegum húsfundum. Þar getur svo málið vandast og ekki er alltaf augljóst hvernig standa skuli að því að taka sameiginlegar ákvarðanir.
    Markmið ritgerðarinnar fjalla um töku slíkra ákvarðana og einnig skýra inntak 41. gr. fehl um ákvarðanatökur og hvernig henni hefur verið beitt í framkvæmd. Nánar tiltekið verður reynt að rýna í hvenær hægt er að standa að einstökum ákvörðunum sem 41. gr. hefur að geyma og hvernig þær skarast í framkvæmd.
    Ákvæðið hefur að geyma ítarlegar reglur um töku einstakra ákvarðana og kveður á um hversu hátt hlutfall atkvæða þarf að samþykkja einstaka ákvarðanir eftir efni þeirra. Ákvæðið hefur staðið nær óbreytt frá því lögin tóku gildi, utan smávægilegra breytinga um hunda og kattahald í fjöleignarhúsum, en mikið hefur reynt á hugtakanotkun þess og skilgreiningar í framkvæmd alla tíð síðan. Ákvæðinu var ætlað það hlutverk að ná að mestu yfir þau helstu álitaefni sem upp geta komið milli sameigenda. Hefur svo víðtækt hlutverk lagaákvæðis óhjákvæmilega í för með sér að hugtök þess geti verið oft og tíðum almenn og matskennd. Þannig er eins hætta á því að stafliðum ákvæðisins hætti til að skarast í framkvæmd. Er ætlunin að skoða eins og kostur er hvernig helstu reglum 41. gr. fehl. hefur verið beitt í framkvæmd. Aðallega verða höfð til hliðsjónar nýleg álit kærunefndar húsamála í bland við eldri.

Samþykkt: 
  • 3.5.2019
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/32637


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Örn Viggósson Lokaskjal.pdf942.21 kBLokaður til...01.06.2029HeildartextiPDF
Yfirlýsing skemman.pdf142.18 kBLokaðurYfirlýsingPDF