is Íslenska en English

Lokaverkefni (Diplóma meistara)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > Diplómaritgerðir - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/32640

Titill: 
 • Coronaveira á Íslandi: Aðferðaþróun og greining með kjarnsýrumögnun
Námsstig: 
 • Diplóma meistara
Efnisorð: 
Útdráttur: 
 • Algengustu gerðir bráðra sýkinga hjá fullorðnum og börnum eru sýkingar í öndunarfærum. Áætlað er að fullorðnir fá að meðaltali tvær til fjórar öndunarfærasýkingar á ári á meðan börn fá um sex til átta sýkingar á ári. Stór hluti af þessum öndunarfærasýkingum eru af völdum veira og skiptast þær í sýkingar í efri öndunarvegi og neðri öndunarvegi. Talið er að coronaveirur valdi allt að 30% af almennu kvefi en fram til þessa hefur ekki verið leitað að coronaveirum í öndunarfærasýnum á Sýkla- og veirufræðideild Landspítalans.
  Markmið rannsóknarverkefnisins er að setja upp rauntíma-PCR aðferð til að greina þrjá undirstofna af coronaveirum (HCoV-NL63, HCoV-OC43 og HCoV-229E) og kanna algengi þeirra hér á landi árið 2018. Ef niðurstöður gefa tilefni til getur aðferðin orðið hluti af núverandi öndunarfærapanel.
  Alls voru 390 sýni rannsökuð hjá 228 (58,5%) konum og 162 (41,5%) körlum á aldrinum fjögurra vikna til 99 ára sem höfðu öndunarfæraeinkenni en orsök hafði ekki fundist við veiruleit með kjarnsýrumögnun (öndunarfærapanel). Heildarfjöldi jákvæðra sýna fyrir coronaveirur var 19 af 390 (4,9%). Flest jákvæðu coronaveirusýnin voru úr undirstofninum HCoV-NL63 eða 9 (2,3%) sýni og fyrir HCoV-OC43 eða 9 (2,3%) sýni. Aðeins eitt coronaveirusýni var jákvætt fyrir undirstofn HCoV-229E (0,3%).
  Í þessu verkefni var þróuð ný rauntíma PCR aðferð til greiningar á coronaveirum í multiplex-prófi sem hægt er að innleiða á Sýkla- og veirufræðideild Landspítalans. Niðurstöður rannsóknarinnar sýna að algengi coronaveira er sambærilegt við niðurstöður rannsóknar sem gerð var í Gautaborg í Svíþjóð árið 2008.

Samþykkt: 
 • 3.5.2019
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/32640


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
maría michaels.pdf285.06 kBLokaðurYfirlýsingPDF
Coronaveira á Íslandix.pdf2.19 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna