Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/32641
Inflúensuveirur eru af Orthomyxoviridae ætt sem greinist í þrjá mismunandi inflúensustofna, A, B og C. Inflúensuveirur A og B valda sýkingum í mönnum en inflúensuveira C er mildari og minna þekkt. Inflúensa eru veirur sem valda árstíðabundnum faraldri og er Inflúensa A algengari. Inflúensa B smitar aðallega menn og er algengari hjá börnum og ungu fólki og eru til tveir undirstofnar inflúensu B sem kallast B/Victoria og B/Yamagata.
Markmið rannsóknarinnar er að greina undirstofna inflúensu B, B/Yamagata og B/Victoria með rauntíma PCR aðferð og kanna algengi þeirra hér á landi á einu ári.
Tímabil rannsóknar nær yfir eitt ár, frá 1. september 2017 til 1. september 2018. Sýni sem greind höfðu verið jákvæð af inflúensu B á Sýkla og veirufræðideild Landspítalans voru notuð í rannsóknina. Í heildina voru 377 sýni, þar af 204 sýni (54%) frá konum og 173 sýni (46%) frá körlum.
Í heildina greindust 376 sýni jákvæð fyrir Yamagata (>99%) og 1 sýni fyrir Victoria (<1%). Fyrir 377 sýni sem greindust jákvæð fyrir inflúensu B var skoðaður aldurshópur frá 2,3 mánaða til 103 ára, þar sem aldur miðast við fæðingarár. Flest sýnin voru frá 60 ára og eldri, 229 sýni (61%). Flest inflúensu B jákvæðu sýnin voru á tímabilinu janúar til mars. Hæsta hlutfallið var í mars, 122 sýni (32%), næst voru 119 sýni (32%) í febrúar og síðan í janúar, 95 sýni. Af 377 sýnum voru 358 sýni (95%) tekin innan sjúkrahúsa. Af 358 sýnum voru flest frá bráðamóttökudeildum, 209 sýni (58%).
Greining undirstofna inflúensu B hefur hingað til ekki tilheyrt almennum mælingum á Íslandi en með þessari rannsókn verður hægt að meta hvort væri þörf á að bæta þessari mælingu við. Að auki var faraldsfræði inflúensu B veirunnar skoðuð frá ýmsum sjónarhornum sem gefur betri sýn yfir faraldur og hegðun veirunnar.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
kristjana marin.pdf | 286.61 kB | Lokaður | Yfirlýsing | ||
Greining undirstofna inflúensu B- Faraldsfræði veturinn 2017- 2018- KristjanaMarín.pdf | 1.26 MB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |