is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/32643

Titill: 
  • Um samningsfrelsið og skyldu til samningsgerðar
  • Titill er á ensku Freedom of Contract and Obligation to Enter into Contract
Námsstig: 
  • Meistara
Leiðbeinandi: 
Efnisorð: 
Útdráttur: 
  • Viðfangsefni ritgerðarinnar er meginreglan um samningsfrelsið og undantekning frá því þegar skylda hvílir á aðila til samningsgerðar. Meginefnið er að fjalla um á hvaða réttarsviðum slík skylda er fyrir hendi. Einnig er hugað að því hvort með þeirri skyldu hafi verið þrengt að samningsfrelsinu og með hvaða hætti.
    Í upphafi ritgerðarinnar er fjallað um samningsfrelsið í sögulegu samnhengi. Einnig er ítarlega farið yfir meginregluna um samningsfrelsið og því lýst hversu víðfem sú regla er á sviði fjármunaréttar. Þá er rætt um þjóðfélagsleg áhrif samninga, rök gegn samningsfrelsinu og nánari þætti þess, en þeir eru frelsi til að velja sér samningsaðila, frelsi til að ráða efni samnings, frelsi til að ákveða hvort samningur skuli gerður og frelsi til að ákveða form samnings.
    Þessu næst er vikið að skyldunni til samningsgerðar. Fjallað er um hana með tilliti til stjórnarskrárinnar þar sem samningsfrelsið er ekki sérstaklega varið eins og á við um suma þætti athafnafrelsisins. Jafnframt er rætt um lagaáskilnað vegna skyldu til samningsgerðar og loks réttarsvið þar sem skyldan getur verið fyrir hendi.
    Í ritgerðinni er sérstaklega hugað að skyldunni til samningsgerðar með hliðsjón af mannréttindum. Í þeim efnum er meðal annars litið til erlendrar dómaframkvæmdar og því velt upp hvernig leyst yrði úr sambærulegum atvikum hér á landi ef á þau reyndi fyrir dómstólum. Í framhaldi af þessu er vikið að samkeppnisrétti og fjallað um hvernig sölusynjun markaðsráðandi fyrirtækja getur leitt til skyldu til samningsgerðar.
    Að því búnu er rætt um ógildingarreglur samningaréttar í ljósi skyldu til samningsgerðar. Enn fremur er að finna yfirlit um hvaða afleiðingar það getur haft ef aðili verður ekki við skyldu sem hvílir á honum til samningsgerðar og hvaða réttarúrræði gagnaðili hans getur gripið til.
    Í lokakafla eru síðan helsu niðurstöður ritgerðarinnar dregnar saman.

Samþykkt: 
  • 6.5.2019
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/32643


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Um samningsfrelsið og skyldu til samningsgerðar.pdf1.29 MBLokaður til...01.01.2050HeildartextiPDF
Yfirlýsing.pdf45.09 kBLokaðurYfirlýsingPDF