is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/32645

Titill: 
 • Aðkoma brotaþola kynferðisbrota að sakamálum
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Í ritgerð þessari var lagt upp með að varpa ljósi á aðkomu brotaþola að kynferðisbrotamálum og velta því upp hvort að rétt sé að auka aðkomu þeirra með tilliti til reynslu nágrannaþjóða okkar og hvort að bætt aðkoma gæti leitt til betri niðurstaðna.
  Í upphafi var fjallað um hugtakið brotaþoli í alþjóðlegum og íslenskum rétti og þau alþjóðlegu samtök og samninga sem fjalla um stöðu kvenna og brotaþola sem ísland er aðili að. Þá var fjallað um lög um meðferð sakamála nr. 88/2008 og réttindi brotaþola skv. þeim. Í kjölfarið var farið í stuttu máli yfir réttindi brotaþola í norrænum rétti og norræna samvinnu.
  Því næst var vikið að umfjöllun um réttargæslumenn brotaþola, hlutverk þeirra, skyldur og réttindi. Lögreglu er skylt að tilnefna brotaþola réttargæslumann ef rannsókn málsins beinist að broti á XXII. kafla hgl. sem snýr að kynferðisbrotum og brotaþoli óskar þess. Hlutverk réttargæslumanns er fyrst og fremst að móta einkaréttarkröfur fyrir brotaþola og koma þeim á framfæri við ákæruvaldið. Var því velt upp hvort að hægt væri að bæta verkferla og samræmingu réttargæslumanna til þess að efla störf þeirra í þágu brotaþola.
  Að svo búnu var fjallað um upplýsinga- og leiðbeiningarskyldu lögreglu og ákæruvalds og rétt brotaþola til að vita um afdrif kæru. Kom fram að hægt væri að bæta upplýsingagjöf til brotaþola verulega t.d. með rafrænu þjónustusvæði þar sem hægt væri að kanna stöðu máls og koma viðeigandi gögnum á framfæri. Hefðu þá brotaþoli og réttargæslumaður aðgang að kerfi þar sem hægt væri að sjá stöðu máls með einföldum og aðgengilegum hætti.
  Þá var vikið að umfjöllun um sönnun og skýrslutöku í kynferðisbrotamálum en þar sem framburður brotaþola er lykilsönnunargagn í slíkum málum er mikilvægt að rétt sé staðið að skýrslutöku hjá lögreglu og fyrir dómi. Þá var rýnt í atriði varðandi þinghald í kynferðisbrotamálum og réttarstaða brotaþola borin saman við réttarstöðu ákærða í máli.
  Að lokum voru helstu niðurstöður dregnar saman þar sem fram kom að brotaþolar hafa takmarkaðan aðgang að sakamálum og því velt upp hvort að rétt væri að fara þá leið sem Svíar og Norðmenn fóru með því að veita brotaþolum hlutaðild að málunum.

Samþykkt: 
 • 6.5.2019
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/32645


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Lokaskjal_Sunna.pdf1.07 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Skemman_yfirlysing.pdf166.67 kBLokaðurYfirlýsingPDF