is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Hugvísindasvið > B.A. verkefni - Hugvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/32646

Titill: 
  • Frá Rottweiler hundum til Reykjavíkurdætra: Um birtingarmyndir kvenna í íslensku rappi
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Í ritgerðinni eru birtingarmyndir kvenna í íslensku rappi kannaðar og þær bornar saman við erlendar hliðstæður. Fjallað er um tvær bylgjur í íslensku rappi, annars vegar um aldamótin síðustu þegar fyrst var farið að rappa á íslensku og hins vegar um 2015 þegar ný kynslóð íslenskra rappara kom fram. Tvær stórar rappsveitir einkenna hvora bylgjuna fyrir sig. Sveitin sem einkennir fyrri bylgjuna er alfarið skipuð karlmönnum og heitir XXX Rottweiler hundar en sveitin sem hefur einkum látið til sín taka í seinni bylgjunni er eingöngu skipuð konum og ber nafnið Reykjavíkurdætur. Textar XXX Rottweiler hunda verða því uppistaðan í textagreiningu á fyrri bylgju íslensks rapps en textagreining á síðari rappbylgjunni byggir að stórum hluta á textasmíð Reykjavíkurdætra. Stuðst er við ýmis fræðirit um rapp í ritgerðinni, innlend sem erlend, og m.a. kannað hvernig orðræða kvenhaturs og hlutgervingar birtist í rappinu. Niðurstaða ritgerðarinnar er sú að birtingarmyndir kvenna í íslensku rappi hafi ekki tekið stakkaskiptum í sjálfu sér frá því að íslenskt rapp kom fyrst fram um aldamótin en raddir kvenna hafa fengið að heyrast í seinni bylgjunni og það hefur breytt stöðunni að ýmsu leyti. Konur eru enn hlutgerðar í rapptextum karla en þær birtast ekki einungis sem hlutir heldur einnig sem manneskjur. Eftir að konur stigu sjálfar fram og byrjuðu að rappa á íslensku er veruleiki kvenna orðinn hluti af íslenskri rappsenu.

Samþykkt: 
  • 6.5.2019
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/32646


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Frá Rottweiler hundum til Reykjavíkurdætra - Ragnhildur Þrastardóttir.pdf499.69 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Yfirlýsing-RÞ.pdf280.68 kBLokaðurYfirlýsingPDF