is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/32651

Titill: 
  • Breytilegar kröfur lögmætisreglunnar
Námsstig: 
  • Meistara
Efnisorð: 
Útdráttur: 
  • Ritgerð þessi fjallar um lögmætisregluna í íslenskum rétti og breytileika hennar. Ritgerðinni er ætlað að stuðla að aukinni heildarsýn á efni og eðli lögmætisreglunnar, án þess að greina frá henni með tæmandi hætti. Í því fólst könnun á skrifum fræðimanna, dómaframkvæmd dómstóla ásamt könnun á álitaframkvæmd umboðsmanns Alþingis. Lögmætisreglan er óskráð meginregla og felur í grunnatriðum í sér að stjórnvöld séu bundin af lögum. Athafnir stjórnvalda mega ekki brjóta í bága við lög og verða þau almennt að eiga sér heimild í lögum. Afmörkunin laut að atriðum og sjónarmiðum sem valda því að reglan gerir misstrangar kröfur um tilvist og skýrleika lagaheimilda, allt frá ströngum kröfum til vægra og jafnvel engra krafna um lagaheimild.
    Fjallað var um lögmætisregluna með almennum hætti, greint frá grunnatriðum hennar og á hvaða rökum hún hvílir. Þessu næst var vikið að tilvikum þar sem strangar kröfur eru gerðar til lagaheimilda fyrir stjórnvaldsathöfnum. Var þar einna helst fjallað um lagaáskilnaðarreglur stjórnarskrárinnar auk tilvika á borð við afturvirkar stjórnvaldsathafnir og undanþágur frá lögum. Þá var fjallað um tilvik þar sem ekki eru gerðar kröfur um lagaheimild og athafnir stjórnvalda byggjast á öðrum réttargrundvöllum á borð við verkskipulagsvald og stjórnunarheimildir. Slíkar heimildir standa skör lægra en almenn lög löggjafans og ber stjórnvöldum að fylgja þeim atriðum sem löggjafinn hefur mælt fyrir um. Þegar lagafyrirmælum sleppir geta stjórnvöld þó aðhafst innan vissra takmarkana.
    Þar á eftir var fjallað um sjónarmið sem mæla með því að gera skuli strangar kröfur til lagaheimildar fyrir athöfnum stjórnvalda. Megináhersla var lögð á sjónarmið er lúta að hagsmunum borgaranna og hvaða áhrif athafnir stjórnvalda geta haft á þá. Til fyllingar var síðan greint frá nokkrum frekari sjónarmiðum sem færa rök fyrir því að gera strangar heimildir fyrir athöfnum stjórnvalda. Þessu næst var greint frá sjónarmiðum sem mæla með vægari kröfum til lagaheimildar fyrir athöfnum stjórnvalda. Þar bar hæst svonefnd skilvirknissjónarmið, sem jafnframt voru meginefni ritgerðarinnar. Með skilvirknissjónarmiðum er átt við viðmið sem stuðla að aukinni skilvirkni í meðferð ríkisvalds og störfum stjórnvalda. Einnig var gerð grein fyrir öðrum sjónarmiðum sem mæla með vægari kröfum til lagaheimilda. Að síðustu var greint frá rannsókn höfundar á dómaframkvæmd Hæstaréttar og framkvæmd umboðsmanns Alþingis varðandi hin svonefndu sjónarmið og reynt að afmarka, hvort að tilhneigingar mátti sjá í framkvæmd þessara aðila.

Samþykkt: 
  • 6.5.2019
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/32651


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
MA_lokaskjal_Gudni_Oddsson.pdf1 MBLokaður til...04.05.2050HeildartextiPDF
Yfirlýsing-GFO.pdf236.02 kBLokaðurYfirlýsingPDF