Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/32653
Fatnaður gegnir stóru hlutverki í lífi okkar. Í gegnum tíðina hefur helsti tilgangur fata verið sá að verja fólk gegn hita, kulda og óhreinindum, auk þess að vera almennt skjól fyrir líkamann. Föt hafa einnig mikla þýðingu fyrir þann sem gengur í þeim, þá sem sjá viðkomandi og fyrir samfélagið í heild sinni. Föt geta sagt til um stöðu viðkomandi einstaklings og getur einstaklingur tjáð sig án orða með því einu að klæða sig með einum eða öðrum hætti. Segja má að fötin skapi manninn. Með það til hliðsjónar er augljóst að fatnaður getur sagt til um samfélagslega stöðu einstaklings, sem enn fremur getur ýtt undir stéttaskiptingu og er það efni þessarar ritgerðar. Í ritgerðinni verður stuðst við hugmyndir og kenningar um sjálfið, vald og veruhátt.
Til þess að skýra ofangreinda stéttaskiptingu nánar eru tekin dæmi um hippatímabilið, einkennisbúninga lögreglu, skólabúninga, auk þess sem kynjavíddinnni er fléttað saman við stéttastöðu fólks. Stéttastaða fólks verður til vegna auðs (e. capital) sem manneskjur geta búið yfir, en auðurinn skiptist upp í fjóra flokka. Þeir eru 1) efnhagslegur auður, 2) menningarlegur auður, 3) félagslegur auður, 4) táknrænn auður. Þessir flokkar tákna mismunandi auðlindir sem fólk getur eignast með peningum, tengslaneti, áhrifum, gjörðum o.s.frv., eftir því við hvaða flokk er átt hverju sinni. Samfélagsleg staða einstaklings ákvarðast eftir því hvaða auðlindir hann á eða býr yfir. Fatnaður er einn þáttur í þessum auðlindum, en með því að klæðast dýrum merkjafatnaði sendir manneskja þau skilaboð frá sér að hún eigi gott efnahagslegt bakland, sem flokkast þ.a.l. undir efnahagslegan auð.
Manneskja sem er í hátt settri stöðu hefur meiri völd heldur en manneskja sem er í lágt settri stöðu, þ.e. bæði samfélagsleg staða og stéttastaða fólks hefur áhrif á valdahlutföll.
Lykilorð: Mannfræði, föt, tíska, félagslegur auður, vald, stéttaskipting.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Vefnaður til valda pdf.pdf | 444.67 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna | |
Skemman - undirskrifuð yfirlýsing.pdf | 443.19 kB | Lokaður | Yfirlýsing |