is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/32655

Titill: 
  • Árangur vinnumarkaðsaðgerða í kjölfar efnahagshruns - Mat náms- og starfsráðgjafa á Nám er vinnandi vegur
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Meginmarkmið þessarar rannsóknar var að varpa ljósi á árangur vinnumarkaðsaðgerða sem gripið var til í þeim tilgangi að bregðast við fjöldaatvinnuleysi í kjölfar efnahagshruns haustið 2008. Í rannsókninni er sjónum beint sérstaklega að átaksverkefninu Nám er vinnandi vegur en þar gafst atvinnuleitendum tækifæri á að stunda formlegt nám, að uppfylltum tilteknum skilyrðum, með framfærslu úr Atvinnuleysistryggingasjóði. Ástæða þess að sjónum var beint að Nám er vinnandi vegur er að hér var um að ræða nýja nálgun þar sem gerð er tilraun til að beita ákveðinni fagstétt, náms- og starfsráðgjöfum, í baráttunni við fjöldaatvinnuleysi og aukið fjármagn sett í náms- og starfsráðgjöf. Rannsóknin fólst í að taka viðtöl við sjö náms- og starfsráðgjafa sem komu að framkvæmd verkefnisins þar sem markmiðið var að kanna upplifun þeirra á verkefninu og árangri þess og þá ekki síst fyrir ungt fólk, auk þess sem unnið var úr fyrirliggjandi gögnum. Niðurstöður benda til þess að átaksverkefnið hafi skilað góðum árangri fyrir langstærstan hluta þátttakenda og má ætla að þar hafi aukin áhersla á náms- og starfsráðgjöf með auknu fjármagni, ásamt tryggri framfærslu til þátttakenda á meðan á námi stóð skipt mestu máli. Það er lærdómur sem vonast er til að skili sér áfram til stefnumótunaraðila.

  • Útdráttur er á ensku

    The main objective of this study is to shed light on the results of labor market measures that were applied in operations against mass unemployment following the economic downturn in autumn 2008. The study focused specifically on the operation „Nám er vinnandi vegur“, where jobseekers were given the opportunity to participate in formal education, if other requirements were met, with support from the Unemployment Insurance Fund. The reason why the focus in the reasearch is on „Nám er vinandi vegur“ is that this was a new approach, in which an attempt was made to activate a certain profession, educational- and vocational counselors, to the fight against mass unemployment by increasing funds to educational- and vocational counseling in schools. The study involved interviewing seven educational- and vocational counselors who participated in the project, where the aim was to explore their experience of the project and its results, especially for young people. In addition to the study, the available data on the project was processed. The results indicated that the initiative has yielded good results for most of the participants, and it can be assumed that the increased emphasis on educational- and vocational conuseling through increased funding, along with a secure support for participants during the course of the study, played an important role. It is hoped that policy makers will take this into account in their policymaking.

Samþykkt: 
  • 6.5.2019
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/32655


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Hrafnhildur Tómasdóttir_Lokaeintak 5.maí.pdf1.33 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Yfirlýsing um meðferð lokaverkefna.jpeg123.86 kBLokaðurYfirlýsingJPG