is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/32666

Titill: 
 • Framtíðin er núna. Græn skuldabréfaútgáfa sveitarfélaga
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Markaður með græn skuldabréf hefur vaxið hratt á undanförnum árum erlendis. Með grænum skuldabréfum er verið að tengja saman fjármögnun umhverfisvænna verkefna og stefnur í umhverfismálum með skýrari hætti en áður hefur þekkst. Það er talsverð nýlunda í umgjörð grænna skuldabréfa sem felst í alþjóðlegum viðmiðum, grænum ramma, skýrslugjöf og eftirliti. Fjárfestar hafa einnig sett sér fjárfestingarstefnur sem taka til sjálfbærnimála og græn skuldabréf henta vel sem slík fjárfesting.
  Markmiðið með rannsókninni er að kanna hvaða hagur felst í útgáfu grænna skuldabréfa fyrir sveitarfélög og einnig hvaða hindranir kunna að vera í veginum. Gerð var eigindleg rannsókn þar sem tekin voru viðtöl við útgefendur grænna skuldabréfa og mögulega útgefendur úr hópi sveitarfélaga, eins var leitað til fjárfesta til að fá þeirra sýn á viðfangsefnið.
  Helsta niðurstaða rannsóknarinnar er að útgefendur sem gefið hafa út græn skuldabréf lýsa jákvæðri reynslu af þeirri útgáfu. Fjárfestar eru áhugasamir fyrir því að fá slíkar eignir inn í eignasöfn sín. Mögulegir útgefendur eru líka jákvæðir en telja sig þurfa að meta kostina betur til að sjá hver ávinningurinn er. Þar spila útgefendur sem þegar hafa gefið út græn skuldabréf hlutverk sem fyrirmyndir. Íslenski markaðurinn er ekki frábrugðinn þeim erlenda þegar kemur að kostum grænna skuldabréfa og þeim áskorunum sem upp koma við útgáfu á þeim.
  Græn skuldabréf þýða aukna vinnu hjá útgefanda í undirbúningi útgáfu, vali á verkefnum, skýrslugjöf og eftirliti. En þessi aukna vinna gæti skilað ávinningi í lægri vöxtum, betri ímynd og stuðningi við stefnur. Rannsóknin gagnast sveitarfélögum og fleiri aðilum sem hafa í hyggju að gefa út græn skuldabréf. Þessir aðilar geta skoðað hvað felst í grænu skuldabréfi og vegið og metið hvort það hentar þeim til fjármögnunar.

Samþykkt: 
 • 6.5.2019
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/32666


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Lokaverkefni - yfirlýsing.pdf283.96 kBLokaðurYfirlýsingPDF
MS-ritgerð-Framtíðin er núna.pdf2.77 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna