Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/32668
The middle of the thirteenth century was a period of dramatic change in medieval Icelandic history. Politically, the Icelandic Commonwealth ended between 1262 and 1264 CE, as the leading men in Iceland swore allegiance to King Hákon IV of Norway and his surrogate, Gizurr Þorvaldsson. Ecologically, the Medieval Climate Anomaly gave way to the tumultuous weather of the fourteenth century and the so-called Little Ice Age. This border was punctuated by a massive volcanic eruption on the other side of the world. This eruption, which took place in 1257 at the Samalas caldera in Indonesia, caused a cooling effect across Europe until 1261, as the sulfur emissions from the volcano encircled the globe.
This thesis explores the interaction between these two moments of crisis within Sturla Þórðarson’s Íslendinga saga. The saga, by and large, does not describe any weather events in the years after the Samalas eruption, up to and including an eruption of Katla in 1262. I treat the saga as a literary text, and analyze weather events in the saga along the same lines as previous scholarship has analyzed weather events in the Íslendingasögur. By so doing, I establish a framework for how weather is used for narrative purposes throughout Íslendinga saga. Then, I analyze the other Icelandic documentary material that discusses the five years after the eruption, particularly the Icelandic annals, and reveal the exclusion from Íslendinga saga of many weather events found in the annals. Close examination of the end of the saga, focusing on these excluded weather events, reveals the narrative focus of Íslendinga saga, and some of its biases. The analysis of the weather supports interpreting the saga as warning against the civil strife that was a risk at the start of the fourteenth century.
Um miðja þrettándu öld áttu sér stað djúpstæðar breytingar á íslensku samfélagi. Á sviði stjórnarfars leið þjóðveldið undir lok á árunum 1262 til 1264 er áhrifamenn í íslensku samfélagi gengu Hákoni IV. Noregskonungi á hönd og jarli hans, Gissuri Þorvaldssyni. Í vistkerfinu vék hið sérstæða hlýskeið miðalda (e. Medieval Climate Anomaly) fyrir vályndari veðrum fjórtándu aldarinnar og hinni svokölluðu litlu ísöld (e. Little Ice Age). Þessi tímamót fóru saman við gríðarleg eldsumbrot hinum megin á hnettinum. Eldgosið í Samalas-öskjunni í Indónesíu árið 1257 hafði í för með sér kólnandi loftslag í Evrópu allt til 1261 en brennisteinslosun úr þessu eldgosi hafði áhrif hringinn í kringum hnöttinn.
Í ritgerð þessari er rýnt í þessa tvo örlagamiklu atburði og samspil þeirra eins og þeim er lýst í Íslendingasögu Sturlu Þórðarsonar. Í sögunni er að heita má engum veðurtengdum atburðum lýst frá eldgosinu í Samalas og fram að Kötlugosinu 1262. Farið er með textann sem bókmenntatexta og veðurtengdir atburðir í honum greindir með sama hætti og veðurtengdir atburðir hafa verið greindir í Íslendingasögum. Þannig má greina kerfi í því hvernig veður er notað sem hluti af frásagnahætti í Íslendingasögu. Enn fremur er litið til annarra íslenskra heimilda um fimm ára tímabil eftir eldgosið í Samalas, einkum íslenska annála, og sýnt fram á að í Íslendinga sögu er látið hjá líða að geta margra veðurtengdra atburða sem lýst er í annálum. Nákvæm greining á lokum sögunnar með áherslu á þá veðuratburði sem þar liggja í þagnargildi varpar ljósi á áherslur og hlutdrægni í frásagnarhætti Íslendinga sögu. Greining á veðurfari styður þá túlkun að sögunni hafi verið ætlað að vara við þjóðfélagsdeilum sem yfir vofðu við upphaf fjórtándu aldar.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
AFB Weather in Islendinga saga.pdf | 611.08 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna | |
AFB Skemman Consent Form.pdf | 405.12 kB | Lokaður | Yfirlýsing |