is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/32670

Titill: 
  • Sáttmáli Sameinuðu þjóðanna um samninga um sölu á vöru milli ríkja frá 1980 (CISG). Með áherslu á sérstöðu Íslands við innleiðingu og þýðingu hennar fyrir íslenska aðila í alþjóðlegum kaupum.
  • Titill er á ensku United Nations Convention on Contracts for the International Sale of Goods of 1980 (CISG). Focusing on Iceland‘s Unusual Method of Implementation and its Significance for Icelandic Parties to International Sales Contracts.
Námsstig: 
  • Meistara
Efnisorð: 
Útdráttur: 
  • Sáttmáli Sameinuðu þjóðanna um samninga um sölu á vöru milli ríkja frá 1980 var fullgiltur af Íslandi árið 2001, en reglur hans voru að miklu leyti lögfestar með setningu laga nr. 50/2000 um lausafjárkaup. Í stuttu máli má lýsa sáttmálanum sem regluverki um réttindi og skyldur kaupenda og seljenda í tengslum við samninga um alþjóðleg kaup sem hlotið hefur staðfestingu á heimsvísu. Á ensku nefnist sáttmálinn United Nations Convention on Contracts for the International Sale of Goods en yfirleitt er vísað til hans með skammstöfuninni CISG og er svo einnig gert í þessari ritgerð. Við innleiðingu sáttmálans í íslenskan rétt var ákveðið að aðlaga reglur sáttmálans að íslenskum lögum með umritun. Íslendingar fylgdu fordæmi Norðmanna að þessu leyti og höfðu norsku lögin og aðferð innleiðingar til viðmiðunar við setningu íslensku kaupalaganna. Norska aðferðin hefur verið gagnrýnd og var norsku lögunum breytt árið 2014 á þann veg að nú gildir sáttmálinn í heild sinni sem hluti af norskum landsrétti. Margt virðist benda til þess að Ísland sé því í dag eina samningsríkið sem innleitt hefur sáttmálann með þessum hætti. Markmiðið með þessari ritgerð er einna helst að kanna hvaða þýðingu þessi aðferð við innleiðingu hefur haft á Íslandi, einkum fyrir íslenska aðila í alþjóðlegum kaupum. Þá verður einnig skoðað hverjar mögulegar afleiðingar innleiðingarnar hafa verið, sérstaklega í ljósi þess að íslensk dómafordæmi á sviði alþjóðlegra kaupa eru óveruleg. Í 2. kafla verður gert grein fyrir CISG með almennum hætti, einkum tildrögum og meginþáttum hans. Í 3. kafla er áhersla lögð á innleiðingu sáttmálans í íslenskan rétt og samanburð við aðferð annarra Norðurlanda við innleiðingu. Þá verður sérstaklega farið yfir mögulega gagnrýni þeirrar aðferðar sem Ísland valdi við innleiðingu sáttmálans. Efnisatriði 4. kafla taka til túlkunar sáttmálans, sérstaklega þeirra krafna sem gerðar eru um samræmda beitingu og nauðsyn þess að hafa hliðsjón af alþjóðlegu eðli hans. Í 5. kafla er áhersla lögð á dómaframkvæmd til þess að kanna vægi og beitingu sáttmálans fyrir innlendum dómstólum. Reifaðir verða norskir og íslenskir dómar sem sýna einnig hvernig ágreiningur kann að rísa á milli aðila í alþjóðlegum kaupum. Því næst er í 6. kafla fjallað almennt um alþjóðlega gerðardóma ásamt því að kanna tengsl þeirra við CISG og hvernig þar komist er að niðurstöðu um beitingu sáttmálans. Að lokum verða helstu niðurstöður ritgerðarinnar kynntar í sérstökum kafla.

Samþykkt: 
  • 6.5.2019
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/32670


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Meistararitgerð_MJ_Loka.pdf890.79 kBLokaður til...31.12.2099HeildartextiPDF
Yfirlýsing_Marta Jónsdóttir.jpg3.98 MBLokaðurYfirlýsingJPG