is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/32679

Titill: 
  • Sértækar aðgerðir til að jafna stöðu kynjanna
Námsstig: 
  • Meistara
Efnisorð: 
Útdráttur: 
  • Sértækar aðgerðir til að jafna stöðu kynjanna er umfjöllunarefni ritgerðar þessarar. Markmið ritgerðarinnar er að lýsa gildandi rétti hér á landi um sértækar aðgerðir til að jafna stöðu kynjanna og verður það gert með því að skoða innlenda löggjöf, alþjóðlega mannréttindasamninga sem Ísland er aðili að og löggjöf Evrópusambandsins og Evrópska efnahagssvæðisins. Í ritgerðinni verður skoðað á hvaða lagagrundvelli slíkar aðgerðir eru heimilar og upp að hvaða marki. Einnig verður fjallað um galla sem kunna að vera á löggjöfinni og hvort tilefni sé til að innleiða frekari aðgerðir til þess að flýta fyrir raunverulegu jafnrétti kynjanna. Við skrif ritgerðarinnar vöknuðu ótal spurningar sem óhjákvæmilegt var að taka til skoðunar. Spurningar eins og „hvað eru sértækar aðgerðir?", „hvernig er þeim beitt?" og „hvað er kyn?" eru grundvallarspurningar í tengslum við efni ritgerðarinnar og er þeim svarað eftir bestu getu.
    Ritgerðin er kaflaskipt og í öðrum kafla hennar er fjallað um jafnrétti og bann við mismunun. Fjallað er um hugtökin „jafnrétti" og „bann við mismunun" og einnig um hugtakið „sértækar aðgerðir" og rökin að baki þeim. Í þriðja kafla er fjallað um það hvernig jafnrétti og bann við mismunun og sértækar aðgerðir birtast í alþjóðarétti. Er þar fjallað um alþjóðasamninga annars vegar og Evrópusambandsrétt hins vegar. Í fjórða kafla er umfjöllun um innlendan rétt um jafnrétti og bann við mismunun og sértækar aðgerðir. Fimmti kafli fjallar um sértækar aðgerðir á grundvelli annarra mismununarbreyta, þ.e. annars vegar kynþáttar og þjóðernisuppruna og hins vegar fötlunar. Í sjötta kafla er leitast við að svara því hvort sértækar aðgerðir feli í sér jákvæða mismunun eða hvort þær séu óaðskiljanlegur hluti jafnræðisreglunnar. Í sjöunda kafla eru niðurstöður og ályktanir dregnar saman.
    Meginniðurstöður ritgerðarinnar eru þær að sértækar aðgerðir eru mikilvægt tæki til þess að ná raunverulegu jafnrétti kynjanna. Þrátt fyrir að stórir sigrar séu unnir í kynjajafnréttisbaráttunni er enn langt í land, t.d. þegar kemur að ríkjandi hugmyndum um kyn í jafnréttislöggjöf, þar sem gert er ráð fyrir kvenkyni og karlkyni, og lágu hlutfalli kvenna í áhrifastöðum hér á landi. Þrátt fyrir að sértækar aðgerðir hafi mætt mótstöðu í gegnum tíðina vega rökin að baki þeim þyngra en rökin gegn þeim, enda eru sértækar aðgerðir til þess fallnar að flýta fyrir jafnrétti kynjanna. Mismunandi tegundir eða form sértækra aðgerða hafa verið innleiddar hér á landi og innan Evrópusambandsins, allt frá því að konur eru hvattar sérstaklega til að sækja um ákveðin störf að kynjakvótum, og hugsanlega er kominn tími til að innleiða frekari aðgerðir.

Samþykkt: 
  • 6.5.2019
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/32679


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Meistararitgerð - LIE - 050519.pdf887.97 kBLokaður til...06.05.2029HeildartextiPDF
Yfirlýsing um meðferð lokaverkefna sem varðveitt eru í Landsbókasafni Íslands.pdf2.8 MBLokaðurYfirlýsingPDF