Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/32680
Myndrænt kynferðisofbeldi hefur mikið verið í umræðunni undanfarin ár og hafa ítrekað verið lögð fram frumvörp á Alþingi um lögfestingu sérstaks refsiákvæðis í almenn hegningarlög sem taki til háttseminnar. Með myndrænu ofbeldi er átt við þá háttsemi að dreifa kynferðislegu myndefni án samþykkis þess sem það sýnir og getur bæði verið um að ræða myndefni er sýnir fullorðna einstaklinga og börn. Upprunni efnisins er mjög mismunandi. Í flestum tilvikum er um að ræða myndefni sem hefur verið sent af þeim sem það sýnir í skjóli trausts og efninu síðar dreift án samþykkis þeirra. Bæði börn og fullorðnir geta verið blekktir til að senda kynferðislegt efni eða verið þvinguð til þess. Efnið getur líka verið tekið án vitneskju einstaklinga og jafnvel sýnir efnið kynferðisbrot gegn viðkomandi. Mikilvægt er myndrænt kynferðisofbeldi sé refsivert á grundvelli laga og tryggja sérstaklega að börn njóti réttarverndar gegn slíku ofbeldi. Hafa verður einnig í huga að réttindi barna séu ekki skert og þeim ekki refsað fyrir að senda jafningjum sínum kynferðislegt myndefni sem hluta af kynferðislegri tjáningu þeirra eða hafa í vörslu sinni slíkt myndefni.
Í ritgerðinni verður fjallað um myndrænt kynferðisofbeldi, hverjar alþjóðlegar skuldbindingar eru í þeim efnum og hvernig heimfærslu háttseminnar eru háttað í íslenskum rétti. Markmið umfjöllunar minnar er að varpa ljósi á hvort að réttarstaða þolenda myndræns kynferðisofbeldis er trygg og í samræmi við þær skuldbindingar sem teknar hafa verið á hendur á grundvelli núgildandi lagaákvæða. Sérstaklega verður skoðað hvernig háttsemin er heimfærð þegar þolendur eru börn að lögum og hvort börn njóti í raun þeirra réttinda og verndar sem velferð þeirra krefst.
Meginefni ritgerðarinnar er annars vegar hvernig heimfærslu háttseminnar er háttað í íslenskum rétti og hins vegar að því hvaða atriðum þarf að líta til, verði lögfest sérstakt refsiákvæði um myndrænt kynferðisofbeldi í íslenskum rétti.
Image-based sexual abuse has been the subject of debate in recent years and bills have been repeatedly tabled in the Icelandic parliament that would enact a special clause under the General Penal Code to cover such offences. Image-based sexual abuse includes both the act of taking or creating sexual material or the act of sharing or distributing such material without the consent of those depicted, which applies to both adults and children. The origin of the content may vary. In most instances, these are images that have been shared by those they depict through discretion and trust and the content later distributed without their consent. In other instances, both children and adults are deceived for the purpose of sharing personal sexual material or are forced to do so. Content depicting sexual violence can also be obtained without the knowledge of the victims or it is created by recording or photographing sexual assaults.
It is important that image-based sexual abuse is punishable by law, and that children enjoy specific legal rights against such offences. It is also important to keep in mind that children's rights are not impaired whereby they might be penalized for sending their peers sexual imagery as part of their sexual expression or for being in possession of such material.
The thesis will focus on image-based sexual abuse, what international obligations are in this respect, and how these are nationally applied in the Icelandic judicial system. The objective of the thesis is to shed light on whether the legal rights of victims of image-based sexual abuse is guaranteed and in accordance with international obligations that have been adopted in the context of the current national legal provisions. Particular attention will be paid to how these acts are treated and laws applied when victims are children and whether children actually enjoy the rights and protection that their welfare requires.
The essence of the thesis is, on one hand, to look at how acts of image-based sexual abuse are currently handled in the Icelandic judicial system in the context of international obligations and, on the other hand, what aspects need to be considered, if a specific clause is adopted to cover image-based sexual abuse in the Icelandic General Penal Code.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Myndrænt kynferðisofbeldi .pdf | 1,09 MB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna | |
F14ADAE2-B290-4701-90C4-690DF9CA8AE2.jpeg | 2,44 MB | Lokaður | Yfirlýsing | JPG |