is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/32681

Titill: 
  • Mannréttindasáttmáli Evrópu og kærur á hendur lögreglu
Námsstig: 
  • Meistara
Efnisorð: 
Útdráttur: 
  • Í ritgerðinni er fjallað um skyldur aðildarríkja Evrópuráðsins samkvæmt mannréttindasáttmála Evrópu (MSE) í tengslum við eftirlit með lögreglu. Þau ákvæði MSE sem fjallað er um í þessu samhengi eru 2., 3. og 8. gr. Einkar áhugavert er að 2. og 3. gr. MSE leggja sérstakar skyldur á aðildarríki til að framkvæma skilvirka rannsókn á málum þar sem upp kemur grunur um að einstaklingur hafi sætt illri meðferð af völdum fulltrúa yfirvalda. Sama gildir um mál þar sem einstaklingur hefur látið lífið af hendi fulltrúa yfirvalda. Krafan um skilvirka rannsókn felur í sér fimm meginreglur sem mikilvægt er að hafa að leiðarljósi við rannsókn á meintum brotum gegn 2. eða 3. gr. MSE. Þá er einnig fjallað um skilyrði samkvæmt 8. gr. MSE fyrir takmörkun lögreglu á friðhelgi einkalífs, heimils, fjölskyldu og bréfaskipta. Skyldur samkvæmt þessum ákvæðum eru síðan settar í samhengi við íslenskan rétt til þess að varpa ljósi á það hvort þær breytingar sem orðið hafa á síðustu árum varðandi eftirlit með lögreglu, hafi stuðlað að því að uppfylla skilyrði samkvæmt MSE.
    Þá er í síðari hluta ritgerðarinnar fjallað um þau réttindi sem lögreglumaður nýtur samkvæmt MSE þegar hann er sakaður um refsivert brot í starfi, og þau réttindi eru einnig borin saman við íslenskan rétt. Lögreglumenn sem hafa réttarstöðu sakbornings hafa almennt sömu réttindi og aðrir sakborningar en það sem er lagt upp með að svara í ritgerðinni er, hvort þessi réttindi horfi öðruvísi við sakborningi ef hann er lögreglumaður.
    Markmið ritgerðarinnar er að varpa ljósi á það hvort þær reglur sem gilda á Íslandi um fyrrgreind atriði uppfylli kröfur MSE. Til þess að varpa ljósi á kröfurnar sem MSE gerir um þetta er að miklu leyti byggt á dómaframkvæmd Mannréttindadómstóls Evrópu. Þá er einnig litið til þeirra mála sem komið hafa upp hér á Íslandi og tengjast þessu efni.

Samþykkt: 
  • 6.5.2019
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/32681


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Lokaritgerð.pdf966.03 kBLokaður til...01.01.2034HeildartextiPDF
yfirlýsing_skemma.jpg646.64 kBLokaðurYfirlýsingJPG