is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/32683

Titill: 
 • Aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka: Eftirlit með tilkynningarskyldum aðilum öðrum en fjármálastofnunum og trúnaðarskylda lögmanna
Námsstig: 
 • Meistara
Leiðbeinandi: 
Efnisorð: 
Útdráttur: 
 • Peningaþvætti grefur undan trúverðugleika fjármálakerfisins, raskar samkeppni og veitir brotamönnum gróðavon, sem svo stuðlar að auknum afbrotum. Mikilvægt er því að gera fjármálakerfið fjandsamlegt brotamönnum án þess þó að íþyngja lögmætri starfsemi um of.
  Alþjóðlegi aðgerðahópurinn Financial Action Task Force framkvæmdi nýverið úttekt á íslensku regluverki í tengslum við aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka. Úttektin leiddi í ljós alvarlega vankanta á íslensku regluverki, einkum í tengslum við eftirlit með tilkynningarskyldum aðilum öðrum en fjármálastofnunum líkt og lögmönnum.
  Viðfangsefni ritgerðarinnar er tilkynningarskylda lögmanna og eftirlit með þeim í tengslum við aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka. Markmið ritgerðarinnar er að leggja mat á hvort tilkynningarskylda lögmanna, verði þeir varir við refsiverða háttsemi umbjóðenda sinna, samræmist lögbundinni þagnarskyldu þeirra.
  Í upphafi ritgerðarinnar er fjallað um hugtökin peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka. Lýst er algengum aðferðum við framkvæmd þessara brota og hvernig fjallað hefur verið um þau í íslenskum rétti. Næst er fjallað um aðgerðahópinn FATF og alþjóðlegar skuldbindingar íslenska ríkisins í tengslum við baráttuna gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka. Fjallað er um lög nr. 140/2018 um aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka og nýmæli laganna. Þá er fjallað um eftirlit með tilkynningarskyldum aðilum öðrum en fjármálastofnunum, líkt og lögmönnum, í kjölfar setningar laganna. Loks er slíkt eftirlit borið saman við sambærilegt eftirlit á Norðurlöndum og Bretlandi og gerðar tillögur að úrbótum.

Samþykkt: 
 • 6.5.2019
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/32683


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
thorirhelgi_MA.pdf1.07 MBLokaður til...05.05.2030HeildartextiPDF
yfirlysing_skemma.pdf140.06 kBLokaðurYfirlýsingPDF