is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/32684

Titill: 
  • Vörumerkjastjórnun 66°Norður
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • 66°Norður var stofnað árið 1926 með það að markmiði að framleiða skjólgóðan fatnað fyrir íslenska sjómenn sem stenst íslenskt veðurfar. Vörumerkinu tókst að ná stórri markaðshlutdeild á stuttum tíma og er í dag eitt þekktasta vörumerki á Íslandi. Þessi ritgerð fjallar um vörumerkjastjórnun hjá 66°Norður. Markmið ritgerðarinnar er kafa dýpra í starfsemi 66°Norður með tilliti til vörumerkjastjórnunar. Leitað verður svars við rannsóknarspurningunni ,,Er 66°Norður að vinna á markvissan hátt með fræði vörumerkjastjórnunar?”. Vörumerkjastjórnun er stór partur af markaðsstarfi fyrirtækja og vörumerki er ein verðmætasta eign sem fyrirtæki getur byggt upp. Byrjað verður á að kynna vörumerkið 66°Norður og farið verður yfir hvernig starfsemin hefur þróast með árunum. Næst verður farið og skilgreind mikilvæg fræðileg hugtök vörumerkjastjórnunar m.a. vörumerkjavirði, ímynd, staðfærsla o.fl. Einnig er farið betur yfir starfsemi fyrirtækisins á erlendum markaði og nánar litið á vörumerkjasamstarf fyrirtækisins með vel þekktum dönskum vörumerkjum. Að lokum verða niðurstöður og ályktanir höfundar dregnar saman í lokaorð.
    Helstu niðurstöður sýndu að 66°Norður er með sterka stöðu á íslenskum markaði sem á eftir að styrkjast enn fremur erlendis. 66°Norður tengir sig fyrst og fremst við Ísland í markaðsstarfi sínu og leggur mikla áherslu á arfleið fyrirtækisins. Þessi tenging við Ísland aðgreinir fyrirtækið frá helstu samkeppnisaðilum. Fyrirtækið aðgreinir sig einnig með því að einblína meira á tískufatnað þ.e. vörumerkið er ekki síður algengt fyrir dags daglega notkun. Stjórnendur fyrirtækisins leggja mikla áherslu á gæði og er það lykilatriði í framleiðslunni. Ímynd vörumerkisins er því nátengd þeim gæðum og arfleið fyrirtækisins.

Samþykkt: 
  • 6.5.2019
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/32684


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Vörumerkjastjórnun-66Norður-Lokaskil.pdf2.59 MBLokaður til...31.05.2030HeildartextiPDF
Skemman_Yfirlysing.pdf158.77 kBLokaðurYfirlýsingPDF