is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Hugvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Hugvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/32685

Titill: 
 • Huliðsgámur, sýn í annan heim: Notendaprófanir í sýningargerð með blönduðum veruleika
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Þetta verkefni er þrjátíu eininga lokaverkefni mitt í Hagnýtri menningarmiðlun. Hér mun ég fjalla um Huliðsgám (Liminal World) sem er sýningarrými inni í fjörtíu feta gámi með nýjustu tækni í blönduðum veruleika (e.mixed reality). Huliðsgámur er í eigu Jaðarmiðlunar ehf, sem er lítið nýsköpunarfyrirtæki sem ég ásamt þremur öðrum konum stofnuðu árið 2016. Jaðarmiðlun fékk styrk frá Tækniþróunarsjóði Rannís til að útbúa upplifunarsýningu inni í gámi með því markmiði að prófa nýja tækni inni í sýningarrými. Sýningin felur í sér fimm mínútna senu þar sem landvætturinn Rispa býður þér inn í hellinn sinn en hrafninn hennar Flóki er glysgjarn og hrekkjóttur og þarf því að fylgjast vel með því hvað hann gerir. Hér mun ég fjalla um fyrstu notendaprófanir á upplifun fólks sem fór í gegnum sýninguna. Allir þátttakendur þurfa að setja á sig búnað: Magic Leap One gleraugu sem gefur þeim sýn í veröld Rispu. Síðan voru allir látnir svara spurningalista um hvernig upplifun þeirra hefði verið með það að markmiði meðal annars að fá fram hvort frásögn (e.storytelling) hefði haft áhrif á upplifunina. Þátttakendum var því skipt í tvo hópa þar sem annar hópurinn fékk frásögn um senuna inni í Huliðsgám, áður en þau hittu landvættinn Rispu og hrafninn Flóka, en hinn hópurinn fékk ekki neinar upplýsingar og vissu því ekki hvað þau ættu von á að sjá og upplifa. Spurningarnar snéru m.a. að sýningarrýminu og karakternum Rispu til að fá viðbrögð við hvort upplifunin virðist vera raunveruleg og trúverðug og í samhengi við sanngildi (e.authenticity). Í fræðilegum hluta verkefnisins er farið yfir helstu hugtök og fjallað um menningararf, sanngildi og velt uppi spurningum hvort tæknin í blönduðum veruleika sé að rekast saman við upplifunina. Einnig hvort trúverðug og vönduð framsetning frekar en sannleikur sé aðalatriði. Niðurstöður úr notendaprófunum sýndu fram á að sýningin í heild sinni vakti góð viðbrögð en þó eru nokkur atriði sem þarft er að laga og þá sérstaklega er kemur að tæknibúnaði. Upplifun í heild sinni vakti lukku þrátt fyrir smá tæknilega örðugleika sem vel er hægt að greiða úr áður en Huliðsgámur verður opnaður fyrir almenning. Rannsóknarspurningar eru:
  1) Hvaða kosti hefur blandaður veruleiki við miðlun á sýningum?
  2) Hvaða áhrif hefur tæknin (blandaður veruleiki) á upplifun sýningargesta?
  3) Hvernig nýtist miðlunarleiðin við að kynna íslenskan menningararf, vel eða illa?
  Hefur hún jákvæð eða neikvæð áhrif á sanngildi sagnanna sem unnið er með?

Samþykkt: 
 • 6.5.2019
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/32685


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Huliðsgámur PDF.pdf2.04 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Skemman yfirlýsing Huliðsgámur.pdf215.95 kBLokaðurYfirlýsingPDF