is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/32687

Titill: 
  • Frjálst flæði fjármagns?: Fjármagnshöft í góðæri
Námsstig: 
  • Meistara
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Í júní 2016 var Seðlabanka Íslands veitt heimild samkvæmt lögum nr. 87/1992 um gjaldeyrismál til að kveða á um bindingu reiðufjár vegna nýs innstreymis erlends gjaldeyris í tengslum við fjárfestingar í ákveðnum tegundum fjármuna, einkum skráðum skuldabréfum. Samkvæmt reglum Seðlabankans þurftu fjárfestar að binda hluta fjárfestingar sinnar á vaxtalausum reikningi í Seðlabankanum í 12 mánuði. Þannig var Seðlabankanum veitt heimild til að mæla fyrir um svokallaða bindiskyldu en markmið hennar var að draga úr áhættu sem getur fylgt óhóflegu og sveiflukenndu fjármagnsinnstreymi. Óhætt er að segja að bindiskylda Seðlabankans hafi mætt mikilli andspyrnu úr atvinnulífinu þann tíma er hún var í gildi. Því var m.a. haldið fram að hún hafi brotið gegn EES-samningnum. Bindiskyldan byggði á heimild 4. mgr. 43. gr. EES-samningsins sem er bundin við örðugleika með greiðslujöfnuð eða alvarlega hættu á slíkum örðugleikum. Dómur EFTA-dómstólsins í EFTAD. mál E-3/11, EFTACR 2011, bls. 430 (Pálmi Sigmarsson gegn Seðlabanka Íslands) og framkvæmd ESA benda hins vegar til þess að skilyrði 4. mgr. 43. gr. séu rýmri en orðalag ákvæðisins gefur til kynna. Þannig er aðildarríkjum eftirlátið víðtækt svigrúm til að meta hvort skilyrðum 4. mgr. 43. gr. sé fullnægt. Beiting 4. mgr. 43. gr. er háð ýmsum þjóðhagfræðilegum stærðum og því er mögulegt að nýjar kenningar á sviði hagfræði réttlæti enn rýmri beitingu ákvæðisins. Það er hins vegar óljóst hversu langt aðildarríkin mega ganga í fyrirbyggjandi aðgerðum og áhættustjórnun.

Samþykkt: 
  • 6.5.2019
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/32687


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Alexander Örn Júlíusson.pdf1 MBLokaður til...01.01.2025HeildartextiPDF
Yfirlýsing_Skemman_Skannað.pdf45.41 kBLokaðurYfirlýsingPDF